Það er alltaf verið að skora á mann að blogga þannig að nú kemur smotterí.
Skólinn er byrjaður aftur og ég er komin í alveg ágætis 5 manna hóp. Það gengur nú samt frekar hægt að byrja á verkefninu en það er nú bara liðnir 3 dagar, þannig að við erum nú ekki farin að örvænta ennþá.
Ég held að það sé farið að vora hérna í Álaborg, svei mér þá. Sólin er búin að skína eins og brjáluð síðustu daga og það er farið að hlýna aðeins. Það blés nú samt mikið í dag og í gær.
Og svo var ég næstum því búin að stíga á vespu áðan á leiðinni heim úr skólanum. Mér brá ekkert smá og tók stóran sveig í kringum hana. Þá varð ég alveg sannfærð.... það er farið að vora.
Við Mæja fórum í magadans í gær. Það var ekkert smá gaman. Þetta er kennt hérna bara rétt handan við hornið frá mér og ég skráði mig á þetta námskeið um daginn. Þetta er einu sinni í viku í um 2 tíma í einu, 16 skipti. Ég var ekkert smá þreytt í rasskinnunum eftir þetta......
Það er aldrei að vita nema ég dansi smá fyrir ykkur í myndavélina eftir aðeins fleiri tíma, ef að þið byðjið fallega.... :)
Jæja Tinna mín.... þetta ætti að vera nóg í bili.
Bið að heilsa.
Ríkey
Skólinn er byrjaður aftur og ég er komin í alveg ágætis 5 manna hóp. Það gengur nú samt frekar hægt að byrja á verkefninu en það er nú bara liðnir 3 dagar, þannig að við erum nú ekki farin að örvænta ennþá.
Ég held að það sé farið að vora hérna í Álaborg, svei mér þá. Sólin er búin að skína eins og brjáluð síðustu daga og það er farið að hlýna aðeins. Það blés nú samt mikið í dag og í gær.
Og svo var ég næstum því búin að stíga á vespu áðan á leiðinni heim úr skólanum. Mér brá ekkert smá og tók stóran sveig í kringum hana. Þá varð ég alveg sannfærð.... það er farið að vora.
Við Mæja fórum í magadans í gær. Það var ekkert smá gaman. Þetta er kennt hérna bara rétt handan við hornið frá mér og ég skráði mig á þetta námskeið um daginn. Þetta er einu sinni í viku í um 2 tíma í einu, 16 skipti. Ég var ekkert smá þreytt í rasskinnunum eftir þetta......
Það er aldrei að vita nema ég dansi smá fyrir ykkur í myndavélina eftir aðeins fleiri tíma, ef að þið byðjið fallega.... :)
Jæja Tinna mín.... þetta ætti að vera nóg í bili.
Bið að heilsa.
Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim