Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

16 maí 2009

Seint blogga sumir en blogga þó...

Ja hérna, var að kíkja á bloggið mitt og það eru 2 ár, rúm, síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Spurning um að fara að lífga þetta eitthvað við... við skulum sjá hvort það gangi.
Við erum að fara í Eurovision party í kvöld, en samt meira svona hygge en party samt. Ég hef tröllatrú á Jóhönnu Guðrúnu, en er nú samt ekki viss um að við vinnum. Noregur er sterkur, annars finnst mér líka Eistneska lagið flott. So sorry Anna mín, en ég held að Ísrael komist ekki langt.

Jæja. Best að fara að bera út boðskapinn um upprisu ofurbloggarans.
Ríkey.

P.s. auglýsi eftir barnabílstól í sumar, fyrir 15 kílóa, tveggja og hálfs árs gamlan strák :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim