Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

12 febrúar 2004

Sælt veri fólkið.
Mér skjátlaðist.... það er ekki farið að vora. Það er búið að vera kalt undanfarið og meira að segja snjór. Og ég er alveg fárveik heima núna, mætti ekki einu sinni í skólann!
Við vorum á þorrablóti Íslendingafélagsins um helgina. Það var mjög gaman. Við byrjuðum kvöldið á því að mæta kl. 5 til frænda Hjölla og kærustunnar hans og þar var spaslað og drukkið. Við vildum byrja snemma því að það mátti ekki koma með eigið vín inn þannig að undirrituð drakk nokkra bacardi breezera og rósavín - á tóman maga.... ekki góð hugmynd!
Við skulum bara segja að maturinn hafi verið skrautlegur..... en eftir að maður var búinn að éta yfir sig af súrmeti og fleiru (laufabrauði og flatkökum sem VIÐ bökuðum!) var eins og ég hefði ekkert drukkið.
Svo var dansað og tjúttað við hljóma frá hljómsveitinni Sixties til klukkan 1 um nóttina, en þá fannst okkur tími til að koma okkur heim, bæði vegna þreytu og leiðinlegs atviks (sem hægt er að lesa allt um á blogginu hans Hauks, 8. feb.)
Dagurinn eftir var mjög fínn, engin þynka eða neitt. Ég málaði meira að segja 2 myndir!

Þetta er nú það sem er helst vert að segja frá síðan ég bloggaði síðast.
Lifið heil og kveflaus
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim