Jæja
Ég veit ég veit.... ég er lélegur bloggari en núna hef ég afsökun... ég kemst aldrei í tölvu til að blogga. Annars er ekkert að frétta, við erum bara að vinna alla daga og ekkert að gerast.
Eins og eflaust einhver af ykkur vita þá giftu Eyfi og Mæja sig 3. júlí. Það var æðislegt, dagurinn heppnaðist frábærlega. Ég vona bara að þau hafi skemmt sér eins vel og ég.
Svo var náttúrulega gæsað og steggjað fyrir brúðkaupið. Við stelpurnar fórum með Mæju í flugferð, reyndar fór hún bara ein með flugmanninum en hún fékk englavængi, kórónu og töfrasprota til að vera með allan daginn. Svo fórum við í kringluna og fengum okkur að borða og fórum svo í Paintball. María var orðin svolítið glöð eftir kokteil á Hard Rock og skemmti sér mjög vel. Eftir að hefðbundnum leikjum var lokið var frúin klædd í kanínubúning og látin hlaupa fram og til baka á meðan að við stóðum allar eins og aftökusveit og skutum á hana. Það eina sem að hún gat sagt eftir það var "ÁÁIII". Svo enduðum við þetta á grillveislu heima hjá tvíburunum.
Strákarnir skemmtu sér víst konunglega líka, þeir fóru á fjórhjól og Eyfi var látinn moka flór í húsdýragarðinum og eitthvað fleira. Svo enduðu þeir líka í grilli heima hjá foreldrum Eyfa.
Núna eru Eyfi, Mæja, Vigdís, Diddi, Halla og Auður María öll farin út til Danmerkur aftur og Anna og Hjölli eru í sveitinni þannig að við eru ein eftir hérna í Reykjavík. En það er nú samt ekki langt þangað til að við förum aftur heim, við förum 28. ágúst.
Jæja... þetta verður ekki lengra í bili. Góða Verslunarmannahelgi!
Ríkey
Eins og eflaust einhver af ykkur vita þá giftu Eyfi og Mæja sig 3. júlí. Það var æðislegt, dagurinn heppnaðist frábærlega. Ég vona bara að þau hafi skemmt sér eins vel og ég.
Svo var náttúrulega gæsað og steggjað fyrir brúðkaupið. Við stelpurnar fórum með Mæju í flugferð, reyndar fór hún bara ein með flugmanninum en hún fékk englavængi, kórónu og töfrasprota til að vera með allan daginn. Svo fórum við í kringluna og fengum okkur að borða og fórum svo í Paintball. María var orðin svolítið glöð eftir kokteil á Hard Rock og skemmti sér mjög vel. Eftir að hefðbundnum leikjum var lokið var frúin klædd í kanínubúning og látin hlaupa fram og til baka á meðan að við stóðum allar eins og aftökusveit og skutum á hana. Það eina sem að hún gat sagt eftir það var "ÁÁIII". Svo enduðum við þetta á grillveislu heima hjá tvíburunum.
Strákarnir skemmtu sér víst konunglega líka, þeir fóru á fjórhjól og Eyfi var látinn moka flór í húsdýragarðinum og eitthvað fleira. Svo enduðu þeir líka í grilli heima hjá foreldrum Eyfa.
Núna eru Eyfi, Mæja, Vigdís, Diddi, Halla og Auður María öll farin út til Danmerkur aftur og Anna og Hjölli eru í sveitinni þannig að við eru ein eftir hérna í Reykjavík. En það er nú samt ekki langt þangað til að við förum aftur heim, við förum 28. ágúst.
Jæja... þetta verður ekki lengra í bili. Góða Verslunarmannahelgi!
Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim