Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

11 september 2004

I'm back...

Jæja... nú er sumarfríið búið, við erum komin aftur "heim" til Danmerkur og skólinn er byrjaður. Og ekkert smá byrjaður. Það er ekki nema vika búin af honum og ég er strax búin að vera frameftir til kl. 9 að læra. Reyndar höfum við verið lítið annað en í fyrirlestrum og föndri alla vikuna. Undirbúningur fyrir stóra verkefnið, eða annað þeirra allavega. Ég er búin að vera að skera og líma pappa í heila viku og búa til rými. Hljómar spennandi, ég veit.

Það er ennþá sumar hérna úti, eða svona annan hvern dag allavega. Í gær var geggjað veður en í dag var þessi líka hellidemban úti, en heitt samt. Það er ágætt að fá svona smá framlengingu á sumrinu.

Í dag er hið árlega haustgrill hjá Íslendingafélaginu hér í Álaborg en í þetta skiptið ákváðum við Haukur að fara ekki. Það átti hver og einn að koma með sitt á grillið og við ákváðum bara að borða heima og sjá svo til en ég held að við förum ekkert upp úr þessu. Klukkan er nú að verða tíu og svona og þegar við værum loksins komin uppeftir verður kominn tími til að fara heim með síðasta strætó.

Svo fékk ég líka brunablöðru áðan. :( Ekki gaman! Ég fattaði það ekki fyrr en við vorum búin að borða. Ég byrjaði náttúrulega að stinga upp í mig brennheitri kartöflu og var með ekkert að drekka til að kæla mig niður og fékk þar af leiðandi brunablöðru Í GÓMINN! Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt. Og hún er meira að segja risastór. Ég verð nú bara að fá mér smá súkkulaði í sárabætur.

Jæja. Ég er farin að drekka mig fulla af 17 krónu hvítvíni.

Later,
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim