Karate....
.... maður losnar aldrei við það!
Við erum aftur byrjuð að æfa karate á fullu, þökk sé Maríu (eða er það kannski henni að kenna?). Og ekki bara venjulegt karate heldur SPORTSKARATE! Þetta er alveg nýtt dæmi og gaurinn sem stofnaði þetta er víst landsliðsþjálfari Íslands í karate, og hann og bróðir hans eru kennararnir. Þetta er svona sambland af mörgum stílum og meira að segja tai kwon do líka. Það er lögð áhersla á kumete, eða bardaga fyrir þá sem ekki skilja karatísku. Þetta er mjög fínn klúbbur og æfingarnar eru mjög skemmtilegar, og ef maður gerist meðlimur þá fær maður bol og allt!!!
Svo er ég mikið að pæla í að fara í jóga líka. Ég ætlaði sko upprunalega að fara að æfa jóga í vetur en svo dró Mæja okkur með sér á karateæfingu og auðvitað varð maður "hooked". Við fáum að nota hanska og púða Í HVERJUM TÍMA! hugsiði ykkur.
Ég fór reyndar bara ein á æfingu í gær því að Haukur er í Rustur. Reyndar voru Mæja og Eyfi líka, annars erum við fimm í þessu saman, ég, Haukur, Mæja, Eyfi og Halla. Anna og Diddi sitja heima með krakkana á meðan :) Það er mjög fínt að vera svona mörg í þessu saman, því að þá er alltaf einhver sem að maður þekkir með á æfingu.
En eins og ég nefndi áðan er Haukur í Rustur, sem að er svona skólaferðalag sem maður getur farið í þar sem að er fyllerí og læti, en auðvitað verkefni og eitthvað svona akademískt líka. Honum hundleiðist reyndar, eða það skilst mér allavega á honum. Enda er líka miklu betra að vera heima með mér :)
Heirru.... vitiði hvað!!! Það er allt að verða brjálað hérna því að Alexandra prinsessa og Jóakim prins eru að SKILJA! Þetta er það eina sem fólk er búið að tala um í dag. Það fyrsta sem að fólk segir þegar það hittist er ekki hæ, heldur "ertu búinn að heyra... þau eru að skilja!". Klikkuðu danir. Hugsa ekki um annað en konungsfjölskylduna. Mér finnst þau bara ekkert merkilegri en ég sko.... eða kannski aðeins. Það var meira að segja gerð pása á fyrsta vejledermøde í hópnum mínum í dag til að hlusta á fréttatilkynninguna í útvarpinu.
Svona að lokum vil ég þakka öllum þeim sem að skildu eftir komment við síðasta blogg. Þetta er það sem að þetta allt saman gengur út á, að fá komment. Ég held meira að segja að það hafi verið sett met í kommentum á síðunni minni. Hversu sorglegt er það.... þau voru 5 og ég átti meira að segja eitt sjálf..... en kíp öpp ðe gúdd vörk mæ frends! Ég vona að ég fái sex komment (eða jafnvel fleiri) við þetta blogg. Það er líka svo langt sko... fullt að kommenta á....
Bið að heilsa í bili.
Ykkar Ríkey
Við erum aftur byrjuð að æfa karate á fullu, þökk sé Maríu (eða er það kannski henni að kenna?). Og ekki bara venjulegt karate heldur SPORTSKARATE! Þetta er alveg nýtt dæmi og gaurinn sem stofnaði þetta er víst landsliðsþjálfari Íslands í karate, og hann og bróðir hans eru kennararnir. Þetta er svona sambland af mörgum stílum og meira að segja tai kwon do líka. Það er lögð áhersla á kumete, eða bardaga fyrir þá sem ekki skilja karatísku. Þetta er mjög fínn klúbbur og æfingarnar eru mjög skemmtilegar, og ef maður gerist meðlimur þá fær maður bol og allt!!!
Svo er ég mikið að pæla í að fara í jóga líka. Ég ætlaði sko upprunalega að fara að æfa jóga í vetur en svo dró Mæja okkur með sér á karateæfingu og auðvitað varð maður "hooked". Við fáum að nota hanska og púða Í HVERJUM TÍMA! hugsiði ykkur.
Ég fór reyndar bara ein á æfingu í gær því að Haukur er í Rustur. Reyndar voru Mæja og Eyfi líka, annars erum við fimm í þessu saman, ég, Haukur, Mæja, Eyfi og Halla. Anna og Diddi sitja heima með krakkana á meðan :) Það er mjög fínt að vera svona mörg í þessu saman, því að þá er alltaf einhver sem að maður þekkir með á æfingu.
En eins og ég nefndi áðan er Haukur í Rustur, sem að er svona skólaferðalag sem maður getur farið í þar sem að er fyllerí og læti, en auðvitað verkefni og eitthvað svona akademískt líka. Honum hundleiðist reyndar, eða það skilst mér allavega á honum. Enda er líka miklu betra að vera heima með mér :)
Heirru.... vitiði hvað!!! Það er allt að verða brjálað hérna því að Alexandra prinsessa og Jóakim prins eru að SKILJA! Þetta er það eina sem fólk er búið að tala um í dag. Það fyrsta sem að fólk segir þegar það hittist er ekki hæ, heldur "ertu búinn að heyra... þau eru að skilja!". Klikkuðu danir. Hugsa ekki um annað en konungsfjölskylduna. Mér finnst þau bara ekkert merkilegri en ég sko.... eða kannski aðeins. Það var meira að segja gerð pása á fyrsta vejledermøde í hópnum mínum í dag til að hlusta á fréttatilkynninguna í útvarpinu.
Svona að lokum vil ég þakka öllum þeim sem að skildu eftir komment við síðasta blogg. Þetta er það sem að þetta allt saman gengur út á, að fá komment. Ég held meira að segja að það hafi verið sett met í kommentum á síðunni minni. Hversu sorglegt er það.... þau voru 5 og ég átti meira að segja eitt sjálf..... en kíp öpp ðe gúdd vörk mæ frends! Ég vona að ég fái sex komment (eða jafnvel fleiri) við þetta blogg. Það er líka svo langt sko... fullt að kommenta á....
Bið að heilsa í bili.
Ykkar Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim