Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

08 febrúar 2006

Til hamingju Ísland!

Sælt veri fólkid.

Ég sit hérna á bókasafninu á basis og er ad prenta út... helt gratis! Eda svona næstum thví. Thad er búid ad breyta adeins fyrirkomulaginu á prentuninni hérna og brádum tharf madur ad fara ad borga fyrir prentin en thangad til thad verdur hafa allir fengid 1000 dkr. til ad prenta fyrir. Svo dettur thad úr gildi thegar Dankort dæmid kemur thannig ad thad er um ad gera ad nýta tækifærid. Ég er búin ad prenta thad sem vid høfum fengid hingad til af lesefni, heilir 3 cm held ég ad thad sé, svei mér thá, og er thad búid ad "kosta" mig yfir hundrad krónur. Eins gott ad thetta er frítt, annars færi madur á hausinn!

Hvad finnst ykkur annars um Silvíu Nótt og lagid hennar? Ég bíd spennt eftir úrslitakvøldinu. Ég held ad vid ættum ad senda hana út, annars fáum vid enga athygli tharna. Thad eru svo sem allt í lagi løg tharna inn á milli en ekkert eins og thetta lag.
....Já... Eurovision-Ríkey er sko búin ad kynna sér thetta... Madur lætur nú ekki thá litlu stadreind ad madur sé staddur í ødru landi aftra sér frá thví ad fylgjast med Eurovision. Thad er sko naudsynlegt ad fylgjast med thessu sjáidi til...

Jæja... best ad drulla sér heim og fara ad læra. Loksins loksins búin ad prenta øll herlegheitin út.

Adios
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim