Nýi sófinn keisarans.
Núna get ég sko boðið heilu hópunum af fólki í heimsókn því sófasettið okkar er loksins komið. Það var keypt að mig mynnir 2. september og von var á því þann 23. Það er kannski heldur langt að bíða í 3 vikur eftir einhverju sem maður kaupir út í búð en maður lætur sig nú hafa ýmislegt fyrir flottan sófa.
Á föstudaginn síðasta fórHaukur svo í Bilka til að sækja kvikindið en viti menn.... seinkun! Þannig að við fengum það fyrst í gær.
En þetta er ekkert smá flott... og ekkert smá fullorðinslegt. Það er komin svona heimilismynd á íbúðina, ekki bara einhver íbúð sem maður býr í. Þetta eru ss. 2 sófar, 2,5 manna og 3 manna, í cappuchino lit. Svo erum við komin með stórt sjónvarp og skáp undir það. Það vantar bara lítið sætt sófaborð og þá er stofan komin. Ef ég væri búin að taka mynd og kynni að setja hana inn þá myndi ég gera það - en ég er bara ekki svo klár. Þarf að fá einhvern til að kenna mér það einhvern daginn.... ss. að setja myndina inn... ég ræð nú alveg við að ýta á takka og beina linsunni í rétta átt.
Annars er það helst í fréttum að Hrabba er í heimsókn og svo er von á Önnu Dröfn og mömmu hennar á morgun en svo fara allir á sunnudaginn. Á laugardaginn er víst búið að skipuleggja heljarinnar andaveislu og svo djamm á eftir. Það verður væntanlega mikið fjör og gaman að sjá hvernig endurnar verða. Ég hlakka allavega til að smakka þær.
Í gær var hópamyndun í skólanum og tókst mér að troða mér inn í fínan hóp. Núna var þessu skipt eftir sviðum þannig að þeir sem ætla t.d. í arkitektúr mynduðu hópa saman og svo voru einhver verkefni sem hægt var að velja á milli og svo ræður hópurinn hverju hann einbeitir sér að innan hvers verkefnis, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé ekki nóg að velja á milli. Það voru nú samt einhverjir "þverfaglegir" hópar líka, þ.e. þeir sem vinna bæði með t.d. urb og ark.
Þau sem ég er með voru búin að koma sér saman áður en ég kom inn í hópinn en ég fékk að vera með... sem betur fer því það voru bara strákar eftir og ég nenni nú ekki að vera eina stelpan í hóp. En það vill svo heppilega til að það sem þau voru búin að ræða sín á milli er einmitt það sem ég vil gera þannig að ég er hæstánægð.
Ég er að fara í próf á mánudaginn í miniprojekt og kvíði ekkert smá fyrir. Ég þarf að standa og tala um verkefnið mitt í 10 mínútur en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja... uuu hér er hús og.... uuu... hér er vegur... af því að .... uuu... bílarnir þurfa að komast.... tekur ekki alveg 10 mínútur. Annar hlítur þetta að ganga. Ég kvíði mest fyrir umræðunni á eftir því við verðum víst bara 4 þarna inni og það þýðir að ég þarf sennilega að leggja eitthvað til málanna líka. Þýðir ekkert að fela sig í fjöldanum þar. Um að gera að kynna sér Damaskus og Sýrland vel um helgina.
Ég vil nota tækifærið og óska Lollu bollu og Garðari enn og aftur til hamingju með dótturina. Vonandi hitti ég á ykkur um jólin.
Jæja. Best að fara að koma einhverju í verk. Það er ekki eins og það vanti verkefnin.
Ses, Ríkey.
Á föstudaginn síðasta fórHaukur svo í Bilka til að sækja kvikindið en viti menn.... seinkun! Þannig að við fengum það fyrst í gær.
En þetta er ekkert smá flott... og ekkert smá fullorðinslegt. Það er komin svona heimilismynd á íbúðina, ekki bara einhver íbúð sem maður býr í. Þetta eru ss. 2 sófar, 2,5 manna og 3 manna, í cappuchino lit. Svo erum við komin með stórt sjónvarp og skáp undir það. Það vantar bara lítið sætt sófaborð og þá er stofan komin. Ef ég væri búin að taka mynd og kynni að setja hana inn þá myndi ég gera það - en ég er bara ekki svo klár. Þarf að fá einhvern til að kenna mér það einhvern daginn.... ss. að setja myndina inn... ég ræð nú alveg við að ýta á takka og beina linsunni í rétta átt.
Annars er það helst í fréttum að Hrabba er í heimsókn og svo er von á Önnu Dröfn og mömmu hennar á morgun en svo fara allir á sunnudaginn. Á laugardaginn er víst búið að skipuleggja heljarinnar andaveislu og svo djamm á eftir. Það verður væntanlega mikið fjör og gaman að sjá hvernig endurnar verða. Ég hlakka allavega til að smakka þær.
Í gær var hópamyndun í skólanum og tókst mér að troða mér inn í fínan hóp. Núna var þessu skipt eftir sviðum þannig að þeir sem ætla t.d. í arkitektúr mynduðu hópa saman og svo voru einhver verkefni sem hægt var að velja á milli og svo ræður hópurinn hverju hann einbeitir sér að innan hvers verkefnis, þannig að það er ekki hægt að segja að það sé ekki nóg að velja á milli. Það voru nú samt einhverjir "þverfaglegir" hópar líka, þ.e. þeir sem vinna bæði með t.d. urb og ark.
Þau sem ég er með voru búin að koma sér saman áður en ég kom inn í hópinn en ég fékk að vera með... sem betur fer því það voru bara strákar eftir og ég nenni nú ekki að vera eina stelpan í hóp. En það vill svo heppilega til að það sem þau voru búin að ræða sín á milli er einmitt það sem ég vil gera þannig að ég er hæstánægð.
Ég er að fara í próf á mánudaginn í miniprojekt og kvíði ekkert smá fyrir. Ég þarf að standa og tala um verkefnið mitt í 10 mínútur en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja... uuu hér er hús og.... uuu... hér er vegur... af því að .... uuu... bílarnir þurfa að komast.... tekur ekki alveg 10 mínútur. Annar hlítur þetta að ganga. Ég kvíði mest fyrir umræðunni á eftir því við verðum víst bara 4 þarna inni og það þýðir að ég þarf sennilega að leggja eitthvað til málanna líka. Þýðir ekkert að fela sig í fjöldanum þar. Um að gera að kynna sér Damaskus og Sýrland vel um helgina.
Ég vil nota tækifærið og óska Lollu bollu og Garðari enn og aftur til hamingju með dótturina. Vonandi hitti ég á ykkur um jólin.
Jæja. Best að fara að koma einhverju í verk. Það er ekki eins og það vanti verkefnin.
Ses, Ríkey.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim