Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

11 desember 2005

...þessu átti ég nú ekki von á...

... Nei, ekki ég heldur...
híhí... mér finnst þetta ennþá þvílíkt fyndið.
Annars er allt í fullum gangi við að klára verkefnið áður en það verður sent í prent (það er víst betra að gera það áður...). Annars verður það reyndar ekki alveg búið því við eigum ekki að skila fyrr en 20. des. en fengum ekki tíma í prenti seinna þannig að við ætlum að klára það sem við getum gert eftir að við sendum í prent og svo bara setja það saman sjálf. Þetta verður spennandi að vita hvernig tekst til.
Ég er lítið búin að vera heima hjá mér síðustu dagana/vikurnar eins og venjan er rétt fyrir skil. Einn hópurinn fékk meira að segja innflutningsgjöf, heila ferðatösku af nammi og gosi og snakki og ávöxtum. Ekkert vera að láta það stoppa ykkur, gott fólk, að aðrir hafi gert það á undan ykkur. Það er allt í lagið að herma :D
Við héldum Litlu jólin í gær, borðuðum hangikjöt og grænar Ora baunir og drukkum malt og appelsín (eða svona gervi allavega). Þetta er orðinn árlegur atburður í litlu kommúnunni okkar, ansi skemmtilegur. Ég verð nú að segja að ég fékk smá samviskubit yfir að vera ekki að læra í gærkvöldi en maður verður nú að fá smá pásu, eða er það ekki. Annars vissi ég ekki hvernig ég átti að haga mér í gær. Það að sitja og gera ekki neitt, eyða tíma í að tala við aðra og slappa af... ég man ekki hvenær ég gerði það síðast. En á þriðjudaginn get ég vonandi aðeins slakað á, held að það hafi nú bara verið gott að við fengum svona snemma prenttíma því þá getum við tekið því aðeins rólegar fram að skilum. Mjög sniðugt.
Ég er að hugsa um að fara að drífa mig heim. Klukkan er nú einu sinni korter yfir 6 á sunnudegi. Einhvern tíma verður maður nú að vera heima hjá sér.

Mvh. WellnessRíkey.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim