Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

22 maí 2009

Við fórum með bílinn okkar í skoðun um daginn og fengum ekki góða einkunn. Það þarf að skifta um dempara að aftan, sem við reyndar vissum og Haukur var búinn að panta. Þeir Gústi fóru svo í gær til að skifta um demparana, en auðvitað höfðum við fengið framdempara, en ekki afturdempara. Er þetta ekki bara týpískt?
Haukur fór svo í dag til að skila þeim og panta nýja. Eiríkur vil líka fá "dempanda" í sinn bíl og er búinn að vera að gera við hann í allan morgun.

Við komum heim í 2 vikur í sumar og höldum upp á þrítugsafmælið hans Hauks. Hann er farinn að verða gamall karlinn, veit ekki alveg af hverju maður ætti að halda upp á það, en eins og hann sagði sjálfur... maður verður bara þrítugur einu sinni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim