Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

16 október 2004

ég HATA köngulær!

Ógeð ógeð ógeð! Viðbjóður viðbjóður viðbjóður. Ímyndið ykkur að upplifa ykkar verstu martröð. Það gerði ég um daginn...
Klukkan er ca. 10, ég er tiltölulega nýkomin úr sturtu, hárið aðeins farið að þorna. Ég sest á sófann með lappirnar yfir Hauk, tek um hárið á mér og sný aðeins upp á það og toga svo þangað til að það dettur úr höndunum á mér. Ég finn að það er eins og það sé eitthvað á milli þumalsins og handarinnar á mér, lít á hana og sé einhvern hnúð og langa enda út frá honum. Átta mig á því hvað þetta er, öskra og hendi því frá mér. Þetta var ÓGEÐSLEGA STÓR KÖNGULÓ sem að var í hárinu á mér! Allt í einu fatta ég að hún gæti hafa lent á löppunum á mér, lít niður og sé ekki neitt því öll ljós eru slökkt. Ég sé eitthvað hreyfast á buxunum hans Hauks, hoppa upp úr sófanum og segi við Hauk að það sé könguló á honum. Hann tekur hana og losar sig við hana.
Þvílíkur viðbjóður og ógeð. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég hata köngulær. Þær geta verið skríðandi um á manni án þess að maður viti af því. Hún var svona ca. hálfur til einn cm og með u.þ.b. 7 cm langar lappir. Ógeð... svo tók ég eftir því að ein löppin á henni hafði slitnað af og lá á sófanum. Þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef upplifað. Ég finn ennþá fyrir henni klemmdri á hendinni á mér. Ég var í þvílíku sjokki eftir þetta, svitnaði og fór meira að segja að gráta. Haukur leitað að köngulóm í allri íbúðinni og huggaði mig. Ég veit ekkert hvaðan hún kom eða hversu lengi hún var á mér. Mér verður bara illt við tilhugsunina um þetta.

(fyrirgefðu Hrabba en ég varð að segja frá þessu).

En út í aðra sálma.
Ég er alveg að fá nóg af skólanum. Ég er alltaf þar. Þarf að fara að læra núna á eftir því að ég þarf að mæta á morgun kl. 13, á sunnudegi. Ég var ekkert smá ánægð síðustu helgi því að þá fékk ég 2 heila daga frí. Þurfti ekki að mæta neitt þá helgi. Ég mæti hálf 9 eða 9 í skólann og er búin svona 5 eða 6 á daginn. Stundum um 7 leytið. Og þetta eru ekki fyrirlestrar eða neitt þannig heldur hópavinna. Við erum að fara að skila verkefni eftir viku og eigum MIKIÐ eftir. Það verður sko ekkert elsku mamma næstu dagana. Og svo til að bæta á það þá er ég búin að vera veik síðustu 2 vikurnar og sef illa. Það er ekki gaman að vera ég núna. En það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér. Það er bara harkan á þetta.... Eins gott að standa sig, maður stefnir sko ekki á minna en 13.

Ég ætla að reyna svolítið. Klikkið á linkinn hérna og takið þetta próf. Vonandi tekst þetta. Sumir gætu reyndar þegar verið búnir að taka þetta.
Bæjó, Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim