Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

21 júní 2005

Þrumu lostin

Ég verð nú ekki oft vör við það að ég er í útlöndum en núna held ég að það fari ekkert á milli mála. Síðustu daga er búið að vera þvílíkt gott veður, steikjandi sól og hiti, ég er bara ekki vön svona veðri. Aftur á móti í dag er búið að vera þetta líka þrumuveðrið, eldingar, þrumur og rigning eins og ég veit ekki hvað og þetta virðist ekkert ætla að hætta. Það eru engin smá læti.

Við fengum tilboð í íbúð um daginn og erum númer eitt, þannig að við samþykktum og erum því að fara að flytja þegar við komum aftur heim í haust. Það er því um að gera að pakka öllu niður í kassa áður en við förum heim núna á laugardaginn svo að allt sé klappað og klárt. Það verður allavega mikið að gera.

Ja hérna... ég held bara að það sé ekkert annað í fréttum. Það gerist nú ekki mikið þegar maður er í fríi. Ég er að hugsa um að hætta mér út í þetta veður og kaupa límband til að geta pakkað.

Later, Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim