Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

09 júní 2005

næstum búin :o)

Ég er næstum komin í "frí", jibbí. Ég fer þokkalega að fá nóg af þessum skóla. Ég fór í próf í arkitekturhistorie á mánudaginn og það gekk bara mjög vel. Svo er bara vörnin eftir á miðvikudaginn og yfirseta á fimmtudag. Þá er ég búin og get farið að huga að heimferð. Ég er búin að fá þessa líka frábæru vinnu heima á Eskifirði, ég er ekkert smá fegin, var farin að verða stressuð yfir að hafa ekkert að gera í sumar. En þetta reddaðist sem betur fer, takk æðislega fyrir hjálpina mamma og pabbi :oD
Bíddu nú við.... það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði síðast, ég held að ég komi sterk inn í öðru sæti á eftir Línu. Hvað er búið að gerast? hmmm... let me think....
Eurovision. Þarf maður eitthvað að segja um það? Eru ekki allir búnir að tjá sig um það mál. Ég efast um að ég geti komið með eitthvað nýtt í umræðuna. Auðvitað varð maður skúffaður yfir því að við komumst ekki áfram. Ég var reyndar búin að spá Grikklandi sigri frá byrjun. Fínt lag sko... en nóg um það.
Hvað næst... er eitthvað næst? Er líf eftir Eurovision...???
Ég var ekkert smá góð í dag. Ég eyddi deginum í að hjálpa Önnu með verkefnið hennar. Hún á að skila í hádeginu á morgun og ég fór til hennar eftir skóla og er búin að klippa og klippa og líma og brjóta og klippa og mála og klippa.... ég vona bara að hún nái að klára þetta í nótt. Ég held áfram að klippa fyrir þig í huganum Anna mín.
Hei... eitt dettur mér í hug. Allir að kíkja á þessa síðu: www.aod.aau.dk/grupper/2005/ad4-9 og segið mér hvað ykkur finnst, þ.e. ef þið komist inn á hana... hún gæti verið svolítið lengi að hlaða sér inn. Þetta er verkefnið mitt þessa önn. Við áttum að skila á netinu, ekki á pappír. Ekkert smá spennandi. Við höfum samt lent í smá veseni með að fá síðuna til að virka, þannig að ef það gerist ekkert þá getiði reynt aftur síðar. Þetta hlítur að takast á endanum, ekki þökk sé mér samt.
Annars dettur mér ekki margt annað í hug, enda kominn háttatími og tími til kominn að fara að sofa. Þess vegna ætla ég bara að kveðja í bili.
Ses, Ríkey.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim