Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

14 apríl 2005

Páskegg

Eins og svo margir aðrir fengum við send páskaegg um páskana og var eitt þeirra frá Bónus. Góa sér s.s. Bónus fyrir páskaeggjum og eins og venjulega fylgdi "málsháttur" með. Hann hljóðaði svona: Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - það mættu allar. Ég gjörsamlega hló mig máttlausa... þetta er ekki málsháttur! Þetta er ekki einu sinni brandari! Hvað er málið? Er "Barnið vex en brókin ekki" of hallærislegt eða hvað?

Mér finnst frábært hvað ég á marga góða vini sem lesa bloggið mitt. Það kvittuðu nokkrir fyrir sig sem ég vissi ekki að kíktu við. Ég hef nefnilega oft velt því fyrir mér hverjir viti eiginlega af síðunni minni og hverjir lesi þetta bull mitt reglulega.

Það er búið að vera hálfleiðinlegt veður hérna undanfarið - I was wrong... rigningin er ekki hressandi! Hún er bara köld og blaut. Mér finnst ekki rigningin góð.
En vonandi breytist það á næstu dögum. Það er nú allt farið að verða sumarlegra.

Ég er að taka Emilíönu Torrini flipp núna. Ég fór inn á tónlist.is og er að hlusta á flest það sem ég finn með henni. Á einhver nýjasta diskinn með henni? Ég hef heyrt að hann sé mjög góður. Dönsk vinkona hans pabba elskar hann allavega.

Heyriði, ég er farin, ekki til að borða í þetta skiptið samt.
Bæjó, Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim