Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

04 apríl 2005

hmmmm.....

Mér skilst að það sé kominn tími til að ég fari að blogga eitthvað á þessa síðu mína. Hvað það verður veit nú enginn, allavega ekki ég. Ég er voðalega tóm eitthvað núna. Ég hef hins vegar kíkt hingað inn annað slagið og hef orðið vör við það að teljarinn minn hækkar frekar hratt.... hmmm.... hver ætli það sé sem að er alltaf að kíkja við? Ætli ég eigi mér leyndan aðdáanda sem bara verður að athuga 20 sinnum á dag hvort ég hafi bloggað? eða á ég bara svona marga góða vini sem kíkja við reglulega? Ég vona að það sé það síðarnefnda. Þetta með aðdáandann er svolítið krípí...
Ég vil því hvetja alla sem kíkja við á næstu dögum til að skilja eftir komment. Það þarf nú ekki að vera neitt merkilegt sko... kannski bara "mætt" eða "mættur" svona eins og í grunnskóla eða eitthvað álíka. Annars er alltaf gaman þegar fólk skilur eftir einhver skilaboð sko. Það lífgar upp á tilveruna :D

Hafiði heyrt nýja Eurovisionlagið? Hvernig finnst ykkur það? Ég var að hlusta á það áðan sko. Mér finnst það fínt sko, kannski ögn monotón eða svona þið vitið, svona eins í gegnum allt lagið pínu. Ég er reyndar mjög sátt við að senda Selmu aftur út, ég vona að hún standi sig jafn vel núna, ég missti sko af henni síðast. Af öllum keppnum til að missa af sko!!!

GO SELMA!

Það er komið sumar heima hjá mér. Það er sól úti og rosa gott veður búið að vera síðustu daga. Mér skilst reyndar að það eigi að koma einhver rigning í vikunni en það er bara hressandi. Það er líka búið að skipta yfir í sumartíma þannig að núna er tveggja tíma munur á Íslandi og Danmörku, bara svo þið vitið það ef þið ætlið að hringja eða eitthvað.

Ég er svöng, ég ætla að fara að fá mér að borða.

Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim