Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

29 júní 2005

Í vinnunni...

Jæja gott fólk. Þá er maður bara byrjaður að vinna á fullu, og það á Reyðarfirði af öllum stöðum. Það er nýbúið að flytja bæjarskrifstofurnar yfir á Reyðó þannig að á hverjum morgni (þ.e. síðustu 3 hingað til) bruna ég yfir og allir á sömu leið bruna fram úr mér. Ég er ekki alveg eins vön að keyra þessa leið og sumir og fer greinilega ekki nógu hratt að þeirra mati. Ég er nú samt við hraðamörkin sko, ég skil ekki hvað fólk er alltaf að flýta sér svona mikið.

Vinnan mín er fín, ég eyddi öllum fyrsta deginum í að bíða eftir lykilorði í tölvuna og gerið þar af leiðandi mjög lítið. Núna er ég komin á fullt að teikna inn lóðamörk á Eskifirði eftir lóðasamningum. Það getur verið frekar þreytandi samt, þegar samningarnir eru kannski frá 1930, en þó þeir séu jafnvel ekki eldri en frá 1970 geta þeir verið mjög ruglandi. Ég skal koma með dæmi um það sem ég þarf að finna út úr:

"að suðvestan takmarkast hið leigða af sjó, að norðvestan af lóð hússins Hlíðarenda II, ... , að austan takmarkast lóðin af lóð sjóhúss Björns Kristjánssonar..." - Eins og ég viti hvar það er eða var.

Annað dæmi er:
"að ofan hreppsvegurinn, að neðan stórstraums fjörumál."

Þetta er líka mjög vinsælt:
"upp og ofan 17,5 metr. Út og fram 13.8 metr."

Ég sé fram á mjög skemmtilegt sumar.


Ég er ein í kotinu fram yfir næstu helgi. Já, kotinu...... stóra, stóra húsinu ætti ég frekar að segja. Það er mjög einmanalegt þar núna, enda fer ég líka til ömmu og afa eftir vinnu. Eða hitti hana Línu mína, það er líka mjög gaman. En ég bíð spennt eftir að fá allt fólkið mitt heim.

En... best að snúa sér aftur að útúrsnúningunum. Wish me luck...
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim