Sumarið er tíminn...
Ég sit hérna á sófanum og horfi út um svaladyrnar á glampandi sólskinið og er að spá af hverju ég sit hérna inni í tölvunni.
Kannski er það af því að Eiríkur er sofandi og það þarf að hlusta eftir honum. Annars er hann orðinn það stór að hann klifrar sjálfur upp úr rúminu þegar hann vaknar. Svo situr Haukur líka hérna við hliðina á mér þannig að hann heyrir nú líka í honum.
Kannski er það bara leti í mér að nenna ekki að labba 2 skref til að sitja í sólinni, en sjáið til... þá sér maður svo illa á tölvuskjáinn. Ég gæti líka farið út með tímarit, eða nýju bókina mína.
Já ég veit, ótrúlegt, en ég keypti mér bók um daginn: "101 things I learned in architecture school", og er nú þegar búin að læra helling af henni, til dæmis hvernig á að teikna línu. Hljómar kannski svolítið 'banalt', svo ég sletti nú svolítilli dönsku, en lína er ekki bara lína.
Þegar maður býr í landi þar sem sólskin og heiðskýrt og 20 stiga hiti er ekki eitthvað sem bara gerist einu sinni á ári, á maður svolítið til að vanmeta það. Auðvitað ætti maður að vera úti og njóta veðursins. Það er ekki eins og við verðum í Danmörku að eilífu og við eigum eftir að sjá mikið eftir veðrinu þegar við flytjum, en mikið er nú huggulegt að sitja hérna inni samt.
Það getur nú líka verið of mikið af því góða stundum. Ég fékk nú alveg nóg í gær eftir að hafa setið í sólinni í 5 mínútur. Það var bara allt of heitt.
Ég held að ég fari samt að hætta þessu kvarti yfir veðrinu og standi upp og setjist aðeins út, þó ekki væri nema í 5 mínútur. Heyrist líka Eiríkur vera að vakna rétt í þessu.
Ríkey.
Kannski er það af því að Eiríkur er sofandi og það þarf að hlusta eftir honum. Annars er hann orðinn það stór að hann klifrar sjálfur upp úr rúminu þegar hann vaknar. Svo situr Haukur líka hérna við hliðina á mér þannig að hann heyrir nú líka í honum.
Kannski er það bara leti í mér að nenna ekki að labba 2 skref til að sitja í sólinni, en sjáið til... þá sér maður svo illa á tölvuskjáinn. Ég gæti líka farið út með tímarit, eða nýju bókina mína.
Já ég veit, ótrúlegt, en ég keypti mér bók um daginn: "101 things I learned in architecture school", og er nú þegar búin að læra helling af henni, til dæmis hvernig á að teikna línu. Hljómar kannski svolítið 'banalt', svo ég sletti nú svolítilli dönsku, en lína er ekki bara lína.
Þegar maður býr í landi þar sem sólskin og heiðskýrt og 20 stiga hiti er ekki eitthvað sem bara gerist einu sinni á ári, á maður svolítið til að vanmeta það. Auðvitað ætti maður að vera úti og njóta veðursins. Það er ekki eins og við verðum í Danmörku að eilífu og við eigum eftir að sjá mikið eftir veðrinu þegar við flytjum, en mikið er nú huggulegt að sitja hérna inni samt.
Það getur nú líka verið of mikið af því góða stundum. Ég fékk nú alveg nóg í gær eftir að hafa setið í sólinni í 5 mínútur. Það var bara allt of heitt.
Ég held að ég fari samt að hætta þessu kvarti yfir veðrinu og standi upp og setjist aðeins út, þó ekki væri nema í 5 mínútur. Heyrist líka Eiríkur vera að vakna rétt í þessu.
Ríkey.
2 Ummæli:
Þann 11:11 e.h. , Unknown sagði...
Jááá sællll. það er greinilega íslendingur að skrifa,,,fimbulfamba yfir veðrinu sama hvernig það er. En það er bara gott að vita það, þú ert þá ekki orðin dönsk í gegn talandi bara um mat. Ég og Alli vorum að koma úr Dyrfjallatúr á vélsleðum með Þorsteini og Atla og það var eingöngu gaman, sól hiti og gott VEÐUR, fórum Í Stóruurð og tókum mikið af myndum. Kv. pabbi
Þann 5:50 e.h. , Rikey sagði...
hehe. ég var nú spurð að því um daginn af dana hvort íslendingar töluð jafn mikið um veðrið og danir.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim