Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

01 júní 2009

...og meiri sól.

Úff... það er búið að vera svo gott veður þessa dagana. Við fórum í sund í gær með Erlu, Ara, Emilíu og Arnóri, þau komu svo seinna um daginn til okkar og við grilluðum saman.

Í dag fórum við 3 í göngutúr niður að tjörn og þegar klukkan var komin yfir 12 var hitinn orðinn það óbærilegur að við drifum okkur heim. Eiríkur gafst upp á leiðinni og sofnaði í fanginu á pabba sínum.
Við erum búin að halda okkur inni megnið af deginum eftir það, enda sólin sterk og hitinn mikill og ekki hægt að vera úti í meira en 10 mínútur í einu.
Nú þegar líður á seinni partinn er reyndar farið að vera líft úti aftur. Þetta heldur áfram á morgun, víst, en restina af vikunni verða 15 stig og rigning.

Jæja, annar veðurpóstur, ég veit... en hefur maður einhvern tíma annað að tala um?

3 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim