Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

23 október 2004

Skóli skóli skóli........................

Ég er mikið upptekin í skólanum núna. Reyndar kannski ekki akkúrat núna þar sem ég er að stelast til að skrifa blogg. Við erum að fara að skila verkefni á miðvikudaginn og það fer í prent á mánudaginn þannig að það er mikið að gera. Það þarf að setja texta inn í layout og gera myndir og autocad, sem að ég er að reyna að gera, og margt fleira. Sem betur fer er textinn næstum allur búinn.
Ég var komin heim kl. hálf 11 í gærkvöldi og mætt aftur í morgun kl. 10 með fullan innkaupapoka af nammi. Núna er klukkan að verða 2 og það er næstum því búið. Rosalega étur þetta fólk mikið af nammi.... við erum reyndar 6+ um það....
Jæja... aftur að Autocad. Ef það er einhver sem getur hjálpað mér með það væri ég honum/henni ævinlega þakklát. Viðkomandi þyrfti samt helst að vera kominn hingað í síðasta lagi á morgun (sunnudag).

"For du er for lækker..."
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim