Jólin, jólin alls staðar...
já... haldiði að Álaborgarbúar séu ekki bara búnir að setja upp jólaskraut í bænum sínum. Jólasveinninn er kominn upp við Nytorv og það er búið að kveikja á ljósunum og allt. Það eru búnir að vera menn í óðaönn við að setja ljósin á trén hérna síðustu daga líka. Búðirnar eru farnar að selja jólavörur og ég veit ekki hvað og hvað. Menn eru bara komnir í jólaskap. Nú bíður maður bara eftir að fara að heyra jólalögin í útvarpinu (sem myndi kannski gerast ef maður hlustaði á útvarpið, en hver veit....).
Ég er að hugsa að fara að fordæmi annarra hérna í bloggheiminum og útdeila svokölluðum kommentaverðlaunum, en það eru verðlaun veitt þeim sem eru duglegastir til að kommenta á það sem maður skrifar. Ég held að það fari ekki á milli mála hver hlýtur heiðurinn í ár..... ef fólk hefur tamið sér að lesa kommentin á þessu bloggi mínu þá ætti enginn að vera í vafa.
Vinningshafinn er enginn annar en......trommusláttur..... LÍNA! Þú hefur staðið þig með príðum við að kommenta, takk æðislega, það er fátt betra en að fá komment. Í verðlaun færðu hvorki meira né minna en stórt "kys og kram", þ.e.a.s. þegar ég hitti þig um jólin.
jæja... Mér dettur ekkert fleira í hug að segja.....
Bið bara að heilsa í bili.
Ríkey
Ég er að hugsa að fara að fordæmi annarra hérna í bloggheiminum og útdeila svokölluðum kommentaverðlaunum, en það eru verðlaun veitt þeim sem eru duglegastir til að kommenta á það sem maður skrifar. Ég held að það fari ekki á milli mála hver hlýtur heiðurinn í ár..... ef fólk hefur tamið sér að lesa kommentin á þessu bloggi mínu þá ætti enginn að vera í vafa.
Vinningshafinn er enginn annar en......trommusláttur..... LÍNA! Þú hefur staðið þig með príðum við að kommenta, takk æðislega, það er fátt betra en að fá komment. Í verðlaun færðu hvorki meira né minna en stórt "kys og kram", þ.e.a.s. þegar ég hitti þig um jólin.
jæja... Mér dettur ekkert fleira í hug að segja.....
Bið bara að heilsa í bili.
Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim