Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

01 janúar 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja gott fólk. Haldiði að það sé ekki bara komið nýtt ár, enn og aftur. 2005 - þetta er ekkert smá fljótt að líða... Og kalkúnninn hefur bara aldrei bragðast betur ;)

Ég er búin að vera heima á Eskifirði öll jólin og áramótin og hef ekki séð manninn minn í næstum því tvær vikur. Ég held bara að ég sé aðeins farin að sakna hans, svei mér þá. Ég fer sennilega suður aftur annað kvöld. Ég á sko pantað far á mánudagsmorgun en af því að það spáir alveg vitlausu veðri þá þarf ég að flýta fluginu. Ég vil helst ekki missa af vélinni út til Danmerkur sko.

Svo þegar við komum út tekur ekkert við nema próf og prófalestur - gaman, gaman. Mér finnst ekkert sniðugt að hafa prófin í janúar og þurfa að læra um jólin. En maður verður bara að bíta í það súra....

Ætli það sé ekki best að fara að drífa sig að læra svo maður verði nú einhvern tíma búinn að þessu.
Annars bið ég bara að heilsa ykkur Eskfirðingum, þetta er búin að vera mjög skemmtileg heimsókn.

Bless í bili,
Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim