long time no me...
Þó að ég sé ekki búin að blogga í háa herrans tíð veit ég ekkert hvað ég á að skrifa. Það er búið að vera vægast sagt mikið að gera hjá mér núna í janúar við að læra fyrir próf. Ég fór í próf í arkitektasögu 12. jan og við Eva Margrét sátum tvær og lærðum og lærðum í ca. 15 tíma á dag í 6 daga og mættum svo frískar í próf eftir 3 tíma svefn. Ég fæ reyndar ekkert að vita hvernig það fór fyrr en 9. feb.
Svo átti ég afmæli daginn eftir og eyddi deginum í að taka til heima hjá mér og svo fórum við Haukur út að borða um kvöldið. Þegar við komum heim fór Haukur reyndar að læra fyrir próf þannig að ég sat ein inni í stofu og horfði á sjónvarpið. Þetta hljómar ekkert svakalega spennandi en þetta var miklu betra en að læra fyrir próf allavega.
Svo tók við undirbúningur fyrir næsta próf, nefnilega vörnina, eða réttara sagt varnirnar. Við gerðum nefnilega 2 verkefni og fórum í bæði prófin sama daginn, fyrst annað og svo hitt strax á eftir. Það gekk ágætlega, við náðum allavega báðum.
Núna er ég sem sagt komin í frí fram á þriðjudag. Þá byrjar næsta önn og allur febrúar fer í að gera miniprojekt sem er einstaklingsverkefni. Hópamyndun verður svo eftir það.
Ég er nú ekki búin að gera mikið í fríinu mínu. Ég er aðallega búin að vera að gera eitthvað í sambandi við skólann eða bara ekki neitt. Ég fór reyndar til læknis í gær. Hann frysti nokkra fæðingabletti á mér og trúið mér... það er EKKI gott. Hann sagði að sársaukinn færi rétt strax en ég var að drepast í nokkra tíma á eftir. Svo sé ég enga breytingu á þeim. Ég veit nú ekkert hvernig þetta fer fram en ég á allavega að mæta aftur eftir 3 vikur. Ég er hálfpartinn farin að sjá eftir þessu... I'm loosing my mojo baby!
Haukur og strákarnir eru út í búð núna að versla fyrir matinn. Við erum að fara að grilla í kvöld. Það er mjög gott veður úti, ss. ekki rigning, þannig að "af hverju ekki". Ég meina... hvaða máli skiptir það þó að það sé snjór og frost og svona. Á meðan hann hangir þurr er alltaf hægt að grilla. Það virðist vera mottóið hjá þessu hóp hérna. Ég ætla allavega ekki að fara að kvarta.
Steinn Ingi bróðir hans Hauks er að koma í heimsókn til okkar á mánudaginn. Verst að skólinn byrjar á þriðjudaginn.
Jæja. Þetta er nú orðið ansi langt og leiðinlegt blogg. Verst að geta ekki boðið upp á eitthvað meira spennandi eftir allan þennan tíma en prófatími er bara ekki mest spennandi tíminn, það er bara ekkert hægt að gera við því. Það er þá allavega ekki gleðilegt ár hjá mér lengur..... hmmm.... er það svo gott?
Ég bið ykkur vel að lifa, þangað til næst.
Ríkey
Svo átti ég afmæli daginn eftir og eyddi deginum í að taka til heima hjá mér og svo fórum við Haukur út að borða um kvöldið. Þegar við komum heim fór Haukur reyndar að læra fyrir próf þannig að ég sat ein inni í stofu og horfði á sjónvarpið. Þetta hljómar ekkert svakalega spennandi en þetta var miklu betra en að læra fyrir próf allavega.
Svo tók við undirbúningur fyrir næsta próf, nefnilega vörnina, eða réttara sagt varnirnar. Við gerðum nefnilega 2 verkefni og fórum í bæði prófin sama daginn, fyrst annað og svo hitt strax á eftir. Það gekk ágætlega, við náðum allavega báðum.
Núna er ég sem sagt komin í frí fram á þriðjudag. Þá byrjar næsta önn og allur febrúar fer í að gera miniprojekt sem er einstaklingsverkefni. Hópamyndun verður svo eftir það.
Ég er nú ekki búin að gera mikið í fríinu mínu. Ég er aðallega búin að vera að gera eitthvað í sambandi við skólann eða bara ekki neitt. Ég fór reyndar til læknis í gær. Hann frysti nokkra fæðingabletti á mér og trúið mér... það er EKKI gott. Hann sagði að sársaukinn færi rétt strax en ég var að drepast í nokkra tíma á eftir. Svo sé ég enga breytingu á þeim. Ég veit nú ekkert hvernig þetta fer fram en ég á allavega að mæta aftur eftir 3 vikur. Ég er hálfpartinn farin að sjá eftir þessu... I'm loosing my mojo baby!
Haukur og strákarnir eru út í búð núna að versla fyrir matinn. Við erum að fara að grilla í kvöld. Það er mjög gott veður úti, ss. ekki rigning, þannig að "af hverju ekki". Ég meina... hvaða máli skiptir það þó að það sé snjór og frost og svona. Á meðan hann hangir þurr er alltaf hægt að grilla. Það virðist vera mottóið hjá þessu hóp hérna. Ég ætla allavega ekki að fara að kvarta.
Steinn Ingi bróðir hans Hauks er að koma í heimsókn til okkar á mánudaginn. Verst að skólinn byrjar á þriðjudaginn.
Jæja. Þetta er nú orðið ansi langt og leiðinlegt blogg. Verst að geta ekki boðið upp á eitthvað meira spennandi eftir allan þennan tíma en prófatími er bara ekki mest spennandi tíminn, það er bara ekkert hægt að gera við því. Það er þá allavega ekki gleðilegt ár hjá mér lengur..... hmmm.... er það svo gott?
Ég bið ykkur vel að lifa, þangað til næst.
Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim