"tjékk"
Já ég veit... ég er alltaf í vinnunni... Það gengur náttúrulega ekki að vera alltaf svona andlaus.
Það er búið að vera geggjað veður hérna fyrir austan um helgina. Það er nú svo sem ekkert slæmt núna, en smá rigning annað slagið en það glittir nú líka í sólina þess á milli.
Veðrið [x]
Vinnan mín er rosalega fín. Þetta er ekkert smá gaman, að spá í lóðum og skipuleggja sinn eiginn heimabæ. Ég er búin að setja inn flestallar lóðirnar, búin að klóra mig í gegnum samningana. Það sem er eftir eru lóðasaminngar eins og: 30600 fernings álnir... og ekkert meir. Það segir mér ekki alveg nóg til að ég geti neglt lóðina niður. Furðulegt...
Núna er ég í því að endurskipuleggja þær lóðir sem eru ekki nógu greinilegar eða sem ganga ekki upp lengur, því bærinn lítur allt öðruvísi út núna. Þetta á eftir að verða glæsilegt þegar ég er búin að þessu. Bærinn verður orðin miklu betri eftir sumarið.
Vinnan [x]
Annars er ég ekki búin að vera að gera mikið. Það var Skímó ball á Reyðó um helgina. Ég, Arna og Helga Ragnheiður vorum bara á rúntinum. Við vorum ekki í miklu ball stuði, enda var líka bara fínt að rúnta um bæinn og kíkja annað slagið á stemmninguna fyrir utan ballið.
Haukur var líka á ballvakt og við kíktum aðeins á hann þegar ballið fór að vera búið. Það eru sko ekki allir sem geta labbað upp að löggunni og gefið henni knús. En það er nú svo sem bara einn sem ég hef áhuga á að kela við, og það fær sko engin önnur að knúsa hann, hann er mín lögga.
Lína var fyrir sunnan um helgina, á ættarmóti, þannig að við höfum ekkert hisst í nokkra daga. Við verðum að fara að gera eitthvað í þessu Lína mín, Haukur er að vinna í kvöld, viltu kannski vera memm?
Síðustu dagar[x]
Mæja og Eyfi eignuðust dóttur 4. júlí, nokkrum vikum fyrir tímann, en það líður víst öllum vel og stelpan er öll að braggast. Mig hlakkar ekkert smá til að koma heim og hitta prinsessuna. Maður verður víst að láta myndir duga í bili. Innilega til hamingju aftur dúllurnar mínar.
Annað [x]
Best að enda þetta á einum klassískum:
Ég er svöng, ætla að fara að fá mér að borða.
Ríkey
Það er búið að vera geggjað veður hérna fyrir austan um helgina. Það er nú svo sem ekkert slæmt núna, en smá rigning annað slagið en það glittir nú líka í sólina þess á milli.
Veðrið [x]
Vinnan mín er rosalega fín. Þetta er ekkert smá gaman, að spá í lóðum og skipuleggja sinn eiginn heimabæ. Ég er búin að setja inn flestallar lóðirnar, búin að klóra mig í gegnum samningana. Það sem er eftir eru lóðasaminngar eins og: 30600 fernings álnir... og ekkert meir. Það segir mér ekki alveg nóg til að ég geti neglt lóðina niður. Furðulegt...
Núna er ég í því að endurskipuleggja þær lóðir sem eru ekki nógu greinilegar eða sem ganga ekki upp lengur, því bærinn lítur allt öðruvísi út núna. Þetta á eftir að verða glæsilegt þegar ég er búin að þessu. Bærinn verður orðin miklu betri eftir sumarið.
Vinnan [x]
Annars er ég ekki búin að vera að gera mikið. Það var Skímó ball á Reyðó um helgina. Ég, Arna og Helga Ragnheiður vorum bara á rúntinum. Við vorum ekki í miklu ball stuði, enda var líka bara fínt að rúnta um bæinn og kíkja annað slagið á stemmninguna fyrir utan ballið.
Haukur var líka á ballvakt og við kíktum aðeins á hann þegar ballið fór að vera búið. Það eru sko ekki allir sem geta labbað upp að löggunni og gefið henni knús. En það er nú svo sem bara einn sem ég hef áhuga á að kela við, og það fær sko engin önnur að knúsa hann, hann er mín lögga.
Lína var fyrir sunnan um helgina, á ættarmóti, þannig að við höfum ekkert hisst í nokkra daga. Við verðum að fara að gera eitthvað í þessu Lína mín, Haukur er að vinna í kvöld, viltu kannski vera memm?
Síðustu dagar[x]
Mæja og Eyfi eignuðust dóttur 4. júlí, nokkrum vikum fyrir tímann, en það líður víst öllum vel og stelpan er öll að braggast. Mig hlakkar ekkert smá til að koma heim og hitta prinsessuna. Maður verður víst að láta myndir duga í bili. Innilega til hamingju aftur dúllurnar mínar.
Annað [x]
Best að enda þetta á einum klassískum:
Ég er svöng, ætla að fara að fá mér að borða.
Ríkey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim