Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

03 ágúst 2005

Æ... mig langaði eitthvað svo á kaffihús...

Já, 2 síðustu helgar hafa verið frábærar.
Þarsíðustu helgi fórum ég, Haukur, mamma, pabbi og Iðunn Kara til Borgarfjarðar eystri á tónleika með Emilíönu Torrini. Þar hittum við Önnu og Hjölla og skemmtum okkur konunglega. Tónleikarnir voru yndislegir, þeir voru haldnir í gömlu bræðslunni og það var búið að setja kerti út um allt og svo var bátur við hliðina á sviðinu og allt voða kósí. Eftir tónleikana var opið í félagsheimilinu og við Anna drifum okkur þangað. Eftir að hafa staðið þar um stund ætluðum við heim aftur en komumst ekki langt þar sem við hittum fólk sem við þekktum sem var á leiðinni inn. Þá fórum við að leita okkur af stólum en enduðum á því að setjast niður hjá hljómsveitinni og tala við þá allt kvöldið. Okkur var margboðið á aðra tónleika, þeir myndu bara skrifa okkur á lista.... mig langaði SVO... ef ég hefði bara komist... Það hefði ekki verið slæmt að komast á tvenna tónleika með Emilíönu.
Svo þegar við vorum að fara heim seinna þá hittum við kærastann hennar Emilíönu, hann spurði eitthvað út í tattúið hennar Önnu og sagðist vera að vinna þarna. Þegar við vorum aðeins búnar að spjalla við hann og komast að því hver hann væri fór Anna að segja honum hvernig við höfðum komist á Borgarfjörð. "Eruð þið stelpurnar sem komuð með einkaflugi bara til að fara á tónleikana" æpti hann svo allt í einu fram í fyrir henni. Þá var hann búinn að frétta af okkur frá gaurunum í hljómsveitinni, við Anna bara orðnar þekktar. Ekkert smá fyndið. En við hittum samt ekki Emilíönu :( Kannski næst...
Svo á sunnudeginum fórum við smá rúnt í Húsavík og Loðmundarfjörð. Við stoppuðum og týndum steina á leiðinni og héldum svo ferðinni áfram til Húsavíkur þar sem við skoðuð mannabein í kirkjugarði. Svo skruppum við á kaffihús í Loðmundarfirði og hittum þar KK og fjölskyldu. Þetta var voðalega kósí, fólk sem býr þarna í sveitabæ rekur þarna kaffihús á sumrin. Það er sko bara heima hjá þeim og maður borðar bara eins og maður vill af brauði og kökum. Svo fórum við og skoðuðum kirkjuna þar.
Það var sko tekinn haugur af myndum get ég sagt ykkur. Þið verðið bara að koma í heimsókn og skoða. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta enginn sunnudagsrúntur sko. Þvílíkur jeppavegur, ekkert smá brattur og maður er heillengi að keyra þetta. Við vorum ekki komin heim á Eskifjörð fyrr en eftir kl. 12 á miðnætti. En þetta var ekkert smá gaman og það er ekkert smá fallegt þarna.

Síðasta helgi var svo eins og allir vita Verslunarmannahelgin. Mér tókst nú reyndar að verða veik á fimmtudaginn og er enn en það gerir lítið til. Maður lætur svoleiðis smáræði ekki stoppa sig.
Á föstudaginn fór ég upp í sumarbústað til Línu og Gumma og gisti þar. Það var svaka fjör hjá okkur, spilað út í eitt alveg til klukkan hálf eitt. Þá sofnaði Lína... í miðri setningu... þannig að við fórum bara í háttinn. Um morguninn var steik úti og maður ætlaði varla að tíma að fara upp í bíl til að keyra á Norðfjörð. Ég var svo þar með familíunni og fór á Papaball um kvöldið. Það var ekkert smá troðið, allt allt allt of margir inni í Egilsbúð og skórnir mínir allir lemstraðir eftir ballið. Svo fór ég og hitti lögguna og fékk far heim ;)
Það var svo bara slappað af á sunnudeginum því Haukur var í fríi. Ég er allavega mjög sátt við helgina. Það þurfa sko ekki allir að fara til Eyja...

Jæja... þetta er orðin engin smá langloka. Ég vona að einhver hafi enst til að lesa þetta í gegn.
Ses, Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim