Komin heim
Við fórum í 2 vikna frí til Íslands í byrjun mánaðar.
Þetta var óttalega notarlegt. Haukur hélt upp á afmælið sitt. Okkur fannst það heppnast mjög vel og það var voða gaman að ná að hitta svona marga.
Daginn eftir afmælið héldu fjölskyldurnar 2 (eða 3... fer eftir því hvernig maður lítur á það) í sumarbústað í sveint á Snæfellsnesi.
Fyrsta kvöldið fór ég með Önnu og Maju á sveitaball á hestamannamóti. Það var svo gaman hjá okkur, ég á seint eftir að gleyma þessu kvöldi.
Restinni af vikunni eyddum við í sveitasælu og við að skoða náttúruna á nesinu. Ég komst m.a. að því að ein af mínum fyrstu æskuminningum var ekki eitthvað sem ég bjó sjálf til, heldur eitthvað sem gerðist í raun og veru, ætli ég hafi ekki verið um 5-6 ára í bústaðarferð á Hellnum.
Gott að vita að maður er ekki snar-snældu geðveikur.
Afi og amma komu svo að austan og gistu hjá okkur eina nótt í bústað. Ég var mjög ánægð að fá að sjá þau og eyða smá tíma með þeim.
Eftir að við komum heim hefur ekki mikið gerst. Það tók okkur þó nokkurn tíma að komast yfir ferðaþreytuna og tímamismuninn og að koma okkur í gang aftur með að læra. Ég á að skila verkefninu mínu 3. ágúst. Það verður því lítið um blogg þangað til, og ég geri ekki ráð fyrir að skrifa eða setja inn myndir á nino fyrr en ég verð búin að skila.
Að því sögðu, ætli það sé ekki best að fara að koma sér að verki.
Ríkey
Þetta var óttalega notarlegt. Haukur hélt upp á afmælið sitt. Okkur fannst það heppnast mjög vel og það var voða gaman að ná að hitta svona marga.
Daginn eftir afmælið héldu fjölskyldurnar 2 (eða 3... fer eftir því hvernig maður lítur á það) í sumarbústað í sveint á Snæfellsnesi.
Fyrsta kvöldið fór ég með Önnu og Maju á sveitaball á hestamannamóti. Það var svo gaman hjá okkur, ég á seint eftir að gleyma þessu kvöldi.
Restinni af vikunni eyddum við í sveitasælu og við að skoða náttúruna á nesinu. Ég komst m.a. að því að ein af mínum fyrstu æskuminningum var ekki eitthvað sem ég bjó sjálf til, heldur eitthvað sem gerðist í raun og veru, ætli ég hafi ekki verið um 5-6 ára í bústaðarferð á Hellnum.
Gott að vita að maður er ekki snar-snældu geðveikur.
Afi og amma komu svo að austan og gistu hjá okkur eina nótt í bústað. Ég var mjög ánægð að fá að sjá þau og eyða smá tíma með þeim.
Eftir að við komum heim hefur ekki mikið gerst. Það tók okkur þó nokkurn tíma að komast yfir ferðaþreytuna og tímamismuninn og að koma okkur í gang aftur með að læra. Ég á að skila verkefninu mínu 3. ágúst. Það verður því lítið um blogg þangað til, og ég geri ekki ráð fyrir að skrifa eða setja inn myndir á nino fyrr en ég verð búin að skila.
Að því sögðu, ætli það sé ekki best að fara að koma sér að verki.
Ríkey
1 Ummæli:
Þann 10:58 e.h. , Nafnlaus sagði...
Takk fyrir æðislegan tíma í sumar og vonandi verður það lengri tími næst hvort sem það verður í Dk. eða á Ísl.
kv. mamma
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim