Tvö rauð belti!
Jibbí! Loksins er ég komin með rautt belti í karate........aftur.
Það var gráðun í gær hjá Sportskarate.dk og við skötuhjúin og Eyfi og Mæja tókum öll rautt belti. Þjálfararnir voru allir mjög ánægðir með okkur og við vorum öll yfir meðaltali. Húrra fyrir okkur :D
Eftir gráðun var haldið af stað á Julefrokost. Hann var haldinn á Konrads, sem er lítill veitingastaður í eigu íslendings. Þar var boðið upp á 3 fiskrétti í forrétt, andabringu með ýmsu í aðalrétt og ísköku í eftirrétt. Ég hef nú bara sjaldan borðað jafn góðan mat á ævinni. Hann var geggjað góður. Ég mæli með Konrads.
Við förum heim eftir aðeins 3 daga, að hugsa sér. Það virkar hálf ómögulegt þegar maður hugsar um allt sem maður þarf að gera áður en maður fer. Verkefnið er ennþá á fullu og að sjálfsögðu verður mætt í skólann um helgina. Ekkert helgarfrí fyrir mig frekar en fyrri daginn :(
Núna er hún Lína komin heim til Íslands. Ég vil endilega nota tækifærið og bjóða hana velkomna heim. Ég hlakka til að sjá þig Lína mín - bara 4 dagar í það.
Ég ætla að fara að drífa mig heim núna, klukkan er að verða 7 og það fer að koma kvöldmatartími. Ég verð bara að halda áfram með Autocad heima og kannski skrifa nokkur jólakort. Já, haldiði ekki að mín hafi bara setið uppi með að gera Autocad enn einu sinni. Það er svona þegar maður getur ekki skrifað texta, maður er settur í skítverkin. Nei, nei. Ég held að ég vilji frekar teikna í Autocad heldur en að leiðrétta og skrifa texta á dönsku. Svo er ég líka sú eina sem að get teiknað þetta frábæra kerfi fyrir blöndunartækið okkar sem ég fann upp. Ég er bara orðin uppfinningarkona, hvorki meira né minna. Ógila klár! Leiðbeinandinn okkar var ekkert smá hrifinn af því.
Jæja, hættu að monta þig Ríkey.
Ég bið bara að heilsa fólkinu í bili og ég sé allavega einhver af ykkur eftir nokkra daga. Hlakka til.
Luv, ég.
Það var gráðun í gær hjá Sportskarate.dk og við skötuhjúin og Eyfi og Mæja tókum öll rautt belti. Þjálfararnir voru allir mjög ánægðir með okkur og við vorum öll yfir meðaltali. Húrra fyrir okkur :D
Eftir gráðun var haldið af stað á Julefrokost. Hann var haldinn á Konrads, sem er lítill veitingastaður í eigu íslendings. Þar var boðið upp á 3 fiskrétti í forrétt, andabringu með ýmsu í aðalrétt og ísköku í eftirrétt. Ég hef nú bara sjaldan borðað jafn góðan mat á ævinni. Hann var geggjað góður. Ég mæli með Konrads.
Við förum heim eftir aðeins 3 daga, að hugsa sér. Það virkar hálf ómögulegt þegar maður hugsar um allt sem maður þarf að gera áður en maður fer. Verkefnið er ennþá á fullu og að sjálfsögðu verður mætt í skólann um helgina. Ekkert helgarfrí fyrir mig frekar en fyrri daginn :(
Núna er hún Lína komin heim til Íslands. Ég vil endilega nota tækifærið og bjóða hana velkomna heim. Ég hlakka til að sjá þig Lína mín - bara 4 dagar í það.
Ég ætla að fara að drífa mig heim núna, klukkan er að verða 7 og það fer að koma kvöldmatartími. Ég verð bara að halda áfram með Autocad heima og kannski skrifa nokkur jólakort. Já, haldiði ekki að mín hafi bara setið uppi með að gera Autocad enn einu sinni. Það er svona þegar maður getur ekki skrifað texta, maður er settur í skítverkin. Nei, nei. Ég held að ég vilji frekar teikna í Autocad heldur en að leiðrétta og skrifa texta á dönsku. Svo er ég líka sú eina sem að get teiknað þetta frábæra kerfi fyrir blöndunartækið okkar sem ég fann upp. Ég er bara orðin uppfinningarkona, hvorki meira né minna. Ógila klár! Leiðbeinandinn okkar var ekkert smá hrifinn af því.
Jæja, hættu að monta þig Ríkey.
Ég bið bara að heilsa fólkinu í bili og ég sé allavega einhver af ykkur eftir nokkra daga. Hlakka til.
Luv, ég.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim