Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

10 ágúst 2009

"Mamma stór stelpa"

Nú fer sumarfríið að verða búið... ég ætla ekki að segja loksins, því ég væri alveg til í að halda áfram að slappa af, en einhverntímann verður maður nú að fara að koma sér að verki.

Ég skilaði verkefninu mínu fyrir 9. önn fyrir viku síðan og bíð núna eftir að heyra hvenær ég fer í prófið. Ég vildi að ég gæti sleppt prófinu, get ekki sagt að ég sé aðdáandi, en af öllum prófum sem ég hef farið í, held ég að þetta hljóti að vera það auðveldasta. Ég hef allavega ekki miklar áhyggjur af því að falla, en ég er samt alltaf stressuð fyrir próf. Það er eitthvað við það að standa fyrir framan fólk, sem er bara komið til að dæma mig, sem mér finnst ekki beint aðlaðandi.

Næsta önn byrjar svo í september, en þar sem ég er að fara að skrifa lokaverkefni og er ein að skrifa, veitir manni ekkert af tímanum. Ég ætla því að reyna að byrja á verkefninu í dag. Ég ákvað að taka mér smá sumarfrí í síðustu viku, enda ekki hægt annað, veðrið er búið að vera svo gott. Svo er bara að koma sér í vinnugírinn núna.

Ríkey

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim