Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

13 ágúst 2009

Snilld.

Ég fann snilldar síðu í morgun. Það var verið að tala um þetta í morgunsjónvarpinu. Á þessari síðu er hægt að fletta upp hljómsveitum og finna lagalista á þeim tónleikum sem þær hafa haldið, allavega ef það er búið að setja það inn á síðuna. Það er bara venjulegt fólk sem setur þetta inn.
Ég var að klára að hlusta á Madonnu tónleikana sem voru haldnir í Kbh í fyrradag. Það er reyndar ekki hægt að hlusta á tónleikana sjálfa, heldur er hægt að hlusta á lögin sem voru flutt. Það eru linkar á Youtube, og listinn heldur áfram að spila til enda. Núna er ég að hlusta á Coldplay tónleikana sem við Haukur fórum á fyrir 8 árum. Þetta eru þeir:


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim