Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

20 ágúst 2009

Date night.

Við Haukur fórum á stefnumót í gær. Við höfum ekki farið ein út síðan í janúar 2008, þá fórum við út að borða.
Í gær fórum við út að borða og í bíó. Eiríkur var í pössun hjá Svanborgu og Rakel og fékk að gista þar. Svanborg fór meira að segja með hann á legestue í morgun, þannig að við gátum sofið út. Við vöknuðum reyndar klukkan korter yfir 7.
Það var ótrúlega skrítið að hann skuli ekki hafa verið sofandi uppi í rúmi þegar við komum heim og að við skulum ekkert sjá hann fyrr en seinni partinn.
Ótrúlegt hvað maður saknar barnanna sinna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim