Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

09 nóvember 2003

jæja... vonum að þetta gangi í þetta skiptið...

Héðan er allt gott að frétta. Skólinn gengur vel, ég var á statusseminar í gær... það er svona þar sem allir hóparnir flytja það sem þeir eru komnir með hingað til fyrir vejlederum (kennurum) og öðrum nemendum. Svo fær maður gagnrýni og spurningar um verkefnið og fær svona að vita hvað getur farið betur og svona. Mér gekk alveg ágætlega að flytja minn hluta.

Haukur er á djamminu eins og venjulega og skilur mig eftir eina heima ..... nei nei, þetta er nú kannski ekki alveg rétt. Eyfi dró hann í eitthvað partý hjá vini sínum sem á heima hérna rétt hjá okkur. Hann ætlaði ekki að vera lengi samt. Ég dunda mér bara í tölvunni á meðan, fæ loksins að komast í hana þegar hann er ekki heima... Ég er bara að hlusta á tónlist og hygge mig.

Ég var ekkert smá dugleg í dag. Ég þvoði allan þvottinn okkar, heilar 5 vélar, en þurrkarinn er bilaður þannig að við þurftum að setja allan þvottinn á litlu þurrkgrindina okkar, nema það að hún var nú ekki betri en það blessunin að hún beiglaðist og brotnaði, og ekki bara á einum stað heldur allavega fjórum. Við þurfum sem sagt að fjárfesta í nýrri.... við eyðum kannski meira en 60 krónum næst....

En ég gerði nú gott betur en bara að þvo þvottinn. Ég er búin að fara í gegnum allt blaðarusl sem ég fann í íbúðinni og sortera og henda þannig að núna þarf ég bara að kaupa mér hirslur undir þetta allt saman. Skipulag, skipulag, skipulag......

Svo klippti ég kallinn minn, tók til og allt nema ryksuga. Geri það á morgun.

Gætuð þið nokkuð gert okkur greiða? Eins og þið kannski vitið erum við búin að fá nýja tölvu og markmiðið er að fylla hana af tónlist, eða maður mætti allavega halda það... Það eru sennilega fullt af góðum lögum sem við erum ekki komin með inn á tölvuna ennþá... Vilduð þið vera svo væn að nefna nokkur..... Það væri frábært að fá fleiri hugmyndir. Maður er alveg að verða tómur sjálfur....

Mér finnst þetta nú vera orðið alveg ágætis blogg í bili. Bið að heilsa...
Ríkey

02 nóvember 2003

sk.... drasl! ég var búin að skrifa fullt og eyddi því svo öllu út. Snillingur!
Þið fáið þá bara fréttir seinna.
Ríkey