Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

29 janúar 2006

long time... og allt það.

Jæja, ætli það sé ekki löngu tímabært að skrifa hérna inn. Ég hef ekkert nennt að fara í tölvuna í fríinu mínu og er þar af leiðandi löngu dottin úr öllu sambandi við umheiminn.
Verkefnið kláraðist á réttum tíma, meira að segja án allt of mikils stesss. Jólin voru fín, hefði samt alveg viljað hafa meiri frítíma þar sem Arkitektasöguritgerðin mín tók mest allan minn tíma. Enginn tími til að djamma, ekki einu sinni á áramótunum.
Ritgerðin kláraðist loksins, eftir ekki allt of mikinn svefn. Strax á eftir hófst undirbúningur fyrir prófið úr verkefninu, svo loksins kom prófið, 12. jan og við stóðum okkur þetta líka vel, við fengum 11! Ég er ekkert smá ánægð. Hef aldrei fengið svona gott fyrir verkefni áður.
Daginn eftir átti ég afmæli, á föstudeginum 13. Þrátt fyrir það, og viðvörun frá systur minni, gekk dagurinn nú bara vel fyrir sig.
Þar á eftir tók við ca. tveggja vikna frí. Á fimmtudaginn síðasta fór ég svo í próf úr ritgerðinni minni, það var nú eiginlega bara korters samtal við vejlederinn minn, en ég náði allavega prófinu. Svo byrjar skólinn aftur á miðvikudaginn, jibbí....
Annars er ég ekki búin að gera það mikið í fríinu mínu. Aðallega búin að vera að taka til og þrífa hérna heima, við Mæja fórum tvisvar í bæinn á útsölur, við stelpurnar fórum saman út að borða á fimmtudaginn á grískann veitingastað. Það var algjör snilld, gaurinn sem á staðinn var að spila á gítar og syngja með strák í eftirdragi, sem spilaði á þverflautu og bongótrommur, annað slagið setti hann upp svona stór, gul bíflugnagleraugu og á leiðinni út spjölluðum við heillengi við hann. Maturinn var líka æðislegur.

Jæja. Það var verið að bjóða mér í köku heima hjá Berglindi og Gústa. Best að drífa sig.

Bæjó. Ríkey