Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

23 febrúar 2007

The day after tomorrow


Sælir lesendur, ef einhverjir eru.


Aldeilis margt gerst síðan síðast. Það stórkostlegasta er sennilega það að eitt stykki drengur er kominn í heiminn... loksins.

Hann fæddist þann 27. desember kl. 8:27 um morguninn, eftir 25 tíma hríðir og skemmtilegheit.

Annars er nú hægt að lesa allt um það á síðunni hans gutta litla. Það er linkur hérna til hliðar, annars erum við að hugsa um að færa okkur um set svo að hægt sé að setja meira inn. Það eru heldur ekki allir sem geta séð myndirnar á þessari síðu sem við erum að nota í augnablikinu og stundum vesen að komast inn á hana.

Ég læt allavega vita.


Ég er ekki enn byrjuð á verkefninu mínu aftur, þrátt fyrir áætlanir um annað. Ég er náttúrulega fröken bjartsýn og hélt að ég gæti bara dundað mér við þetta verkefni á meðan drengurinn sefur á daginn en það er nú aldeilis ekki. Það er margt annað sem þarf að gera á heimilinu en að læra, svona þegar og ef maður fær tíma til þess.

En það er allt í lagi. Ég er búin að fá aukafrest til að skila og taka prófið. Ég á bara að láta vita hvenær ég er tilbúin og þá verður fundinn tími fyrir próf, sennilega annað hvort í júní eða ágúst.

Ég sé til hvernig gengur.


Tengdafjölskyldan kom í heimsókn í byrjun febrúar til að kíkja á gersemina og voru í viku. Maður sá varla drenginn á meðan. Ef ég hefði ekki þurft að gefa honum að borða hefði ég sennilega ekkert fengið að sjá hann.


Svo komu mamma og pabbi í surprise heimsókn fyrir um viku síðan og voru yfir helgina. Þau hringdu daginn áður til að láta okkur vita hvenær þau kæmu með lestinni. En það var alveg yndislegt að fá þau. Algjörlega best í heimi!


Við komum heim 22. mars og verðum í ca 3 vikur. Við ætlum að skíra strákinn og förum svo austur í ferminguna hennar Iðunnar Köru. Ég hlakka þvílíkt til.
Það er þvílíkt magn af snjó hérna í Álaborg núna. Það er búið að snjóa í 3 daga núna. Það hefur ekki verið svona mikill snjór í Danmörku í 30 ár. Þetta er nú samt ekki mikið miðað við það sem maður hefur oft séð heima, en huggulegt að fá loksins almennilegan snjó. Það er allt í lamasessi hérna og lögreglan að ráðleggja fólki að fara heim úr vinnunni því þetta á eftir að versna.


Ég setti inn mynd af drengnum hérna. Hef ekki hugmynd um hvort hún komi. Hann er frekar hissa á svipinn á henni, hehe.

Jæja, þá er hann vaknaður. Skrifa aftur seinna.

Ríkey mamma!