Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

26 febrúar 2004

Ég er jarðarber...



Take the What Fruit Are You? test by Ellen!

Ríkey er FÚL!

Ég er alveg öskureið út í Iceland Express fólkið núna. Ég var að reyna að panta okkur far heim til Íslands í sumar en í staðinn fyrir að halda áfram eftir að hafa bókað farið fór síðan alltaf aftur á byrjunarreit. Þá reyndi ég aftur... og aftur.... og aftur..... og alltaf sama sagan. Ég komst svo að því að ég var búin að bóka farið 5 sinnum og alltaf fór fargjaldið hækkandi.
Þannig að ég hringdi á söluskrifstofuna og talaði þar við einhverja konu sem virtist ekki vita neitt, hún sagði bara að það væri eitthvað bilað hjá MÉR.... það væri allt í lagi með hlutina þeirra megin... DJÖFULSINS KJAFTÆÐI!!!!!
Ég var sem sagt búin að missa af ódýrari fargjöldunum af því að ég hafði ekki borgað þau strax og það hafi bara einhver annar fengið þau í staðin. Hún vildi endilega halda því fram að það væru kannski 7 manns á netinu í einu að panta far akkúrat þennan dag, um leið og ég.......je right! Ég kaupi það ekki alveg þar sem að þessi fargjöld hafa staðið óhreyfð í marga daga og svo akkúrat þegar ég er að panta mér far klukkan eitt á fimmtudegi að þá séu allir að panta sér far! I don't think so......

Þetta er nú bara mesta kjaftæði sem að ég hef heyrt.... Þeir sem eru sammála rétti upp hönd....

Þannig að núna sit ég alveg öskureið og þarf að fara að læra.... ég á að skrifa grein um semiotik - eða táknfræði - en ég get nú bara ekki alveg einbeitt mér í augnablikinu.

Ég er heima að læra.... ég er aftur veik :( Mér var nú alveg að batna þarna um dagin en svo fór allt í einu að snjóa og það varð kalt þannig að ég varð aftur veik. En það gerir nú samt kannski ekki mikið til að ég skuli vera heima því að það eru engir tímar í dag og við erum hvort eð er ölla að vinna að sitthvorum hlutnum í augnablikinu.

Ég er búin að vera að kenna Beggu frænku á Msn Messenger. Hún er orðin svakalega fær í þessu, farin að nota broskallana og allt :) Go Begga!

Mamma á afmæli á morgun... hún verður 46 ára.... hún er nú bara unglamb!

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA!

Jæja.... ég læt ykkur vita ef að það greiðist úr þessu flugmiða bulli.....

Bestu kveðjur heim
Ríkey

12 febrúar 2004

Sælt veri fólkið.
Mér skjátlaðist.... það er ekki farið að vora. Það er búið að vera kalt undanfarið og meira að segja snjór. Og ég er alveg fárveik heima núna, mætti ekki einu sinni í skólann!
Við vorum á þorrablóti Íslendingafélagsins um helgina. Það var mjög gaman. Við byrjuðum kvöldið á því að mæta kl. 5 til frænda Hjölla og kærustunnar hans og þar var spaslað og drukkið. Við vildum byrja snemma því að það mátti ekki koma með eigið vín inn þannig að undirrituð drakk nokkra bacardi breezera og rósavín - á tóman maga.... ekki góð hugmynd!
Við skulum bara segja að maturinn hafi verið skrautlegur..... en eftir að maður var búinn að éta yfir sig af súrmeti og fleiru (laufabrauði og flatkökum sem VIÐ bökuðum!) var eins og ég hefði ekkert drukkið.
Svo var dansað og tjúttað við hljóma frá hljómsveitinni Sixties til klukkan 1 um nóttina, en þá fannst okkur tími til að koma okkur heim, bæði vegna þreytu og leiðinlegs atviks (sem hægt er að lesa allt um á blogginu hans Hauks, 8. feb.)
Dagurinn eftir var mjög fínn, engin þynka eða neitt. Ég málaði meira að segja 2 myndir!

Þetta er nú það sem er helst vert að segja frá síðan ég bloggaði síðast.
Lifið heil og kveflaus
Ríkey

04 febrúar 2004

Það er alltaf verið að skora á mann að blogga þannig að nú kemur smotterí.

Skólinn er byrjaður aftur og ég er komin í alveg ágætis 5 manna hóp. Það gengur nú samt frekar hægt að byrja á verkefninu en það er nú bara liðnir 3 dagar, þannig að við erum nú ekki farin að örvænta ennþá.
Ég held að það sé farið að vora hérna í Álaborg, svei mér þá. Sólin er búin að skína eins og brjáluð síðustu daga og það er farið að hlýna aðeins. Það blés nú samt mikið í dag og í gær.
Og svo var ég næstum því búin að stíga á vespu áðan á leiðinni heim úr skólanum. Mér brá ekkert smá og tók stóran sveig í kringum hana. Þá varð ég alveg sannfærð.... það er farið að vora.

Við Mæja fórum í magadans í gær. Það var ekkert smá gaman. Þetta er kennt hérna bara rétt handan við hornið frá mér og ég skráði mig á þetta námskeið um daginn. Þetta er einu sinni í viku í um 2 tíma í einu, 16 skipti. Ég var ekkert smá þreytt í rasskinnunum eftir þetta......

Það er aldrei að vita nema ég dansi smá fyrir ykkur í myndavélina eftir aðeins fleiri tíma, ef að þið byðjið fallega.... :)

Jæja Tinna mín.... þetta ætti að vera nóg í bili.
Bið að heilsa.
Ríkey