Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

11 mars 2005

Djúp og brauð, djúp og brauð, það er á sem að rennur djúp og brauð....

Þetta söng hún Vigdís Helga fyrir okkur þegar krakkarnir voru í kaffi hjá okkur um daginn og vakti mikla lukku. Ég varð bara að deila þessu, mér finnst þetta svo fyndið... ekki það að ég sé að gera grín að barninu.
Annars er ekki mikið að frétta. Diddi og Halla stálu íbúðinni okkar og þau flytja inn eftir ca. mánuð held ég.... Til hamingju með íbúðina dúllurnar mínar.
Skólinn er á fullu eins og alltaf. Núna er ég í tölvutíma að læra á SketchUp, en er á leið í hádegismat bráðum.
Helgin alveg að skella á og þá kemst maður loksins í frí..... eða kannski ekki. Plönin fyrir helgina eru að læra, læra og læra meira. Gaman, gaman. Ef einhver vill trufa mig þá er sá hinn sami mjög velkominn.
Jæja. Ég er sultin. Skrifa meira seinna.
Bæjó, Ríkey

02 mars 2005

snjór snjór snjór og aftur snjór!

mikill snjór - mikið að gera - urban design - verkefnið á fullu - stelpukvöld á föstudaginn - fáum heimsókn um helgina - læra læra læra - lesa lesa lesa - karate - þorrablótið geggjað - þreytt - skrifa meira seinna - bæjó.