Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

12 mars 2007

ladída

Sæl börnin góð.
Hvað segið þið gott í dag.

Við segjum allt ágætt hérna í Áló. Sólin er farin að skína, snjórinn farinn og vor í lofti. Það er nú samt ekki orðið heitt ennþá en það kemur.

Það styttist í að við komum heim, ekki nema 10 dagar í það. Það er allt á fullu í undirbúningi fyrir heimferð og skírn. Það er ekkert smá mikið vesen búið að vera að fá nafnið á stúfinn skráð. Það verður að vera búið að gefa honum nafn hér í DK áður en hann er skírður heima og þar sem það er nýbúið að breyta öllum ömtum í region, og þar af leiðandi búið að færa til í hver sér um hvað í sambandi við hluti, þá er allt í rugli. Við töluðum fyrst við kirkekontoret en gellan áttaði sig ekki á því að þar sem þetta er íslenskt nafn, þá gilda aðrar reglur, og sendi okkur niður í bæ á statsforvaltningen, nema þeir eru hættir að sjá um þetta nema sóknin ákveði að þeir þurfi að skipta sér af nafninu. Við fórum því í dag aftur á kirkekontoret til að redda þessu, en afleysingargellan sem er venjulega var leyst af af annarri núna og hún vissi ekkert um hvernig þetta færi fram og við þurfum því að bíða þar til á morgun til að vita hvort barnið geti loksins fengið nafn.
Þvílík og endemis endavitleysa. Ég þoli ekki að þurfa að eltast við svona.

Friðgeir, Anna Sigga og Ninja Tíbrá komu í heimsókn í gær og enduðu á því að borða með okkur kvöldmat. Við elduðum dírindis pítsu, eina með pestói því guttinn þolir illa tómata.
Við Anna Sigga ákváðum svo að fara í bæinn á miðvikudaginn, en okkur var boðið að vera með í mömmumorgnum með fleiri stelpum frá Íslandi og þær ætla að hittast á miðvikudaginn þannig að við förum bara í bæinn eftir það ef við nennum.

Ég fór í gær inn í herbergi að ná í dót fyrir strákinn og rak tærnar á mér mjög illa í stól á leiðinni til baka og ein táin á mér er öll bólgin og blá og marin. Þetta er ennþá mjög vont en ég held nú að hún sé ekki brotin. Ég er farin að geta beygt hana núna.
Þessi árátta í fjölskyldunni hans Hauks með að reka sig í allt er greinilega smitandi.

Á morgun förum við svo að hitta hinn mömmuhópinn og þá verður hann mældur og vigtaður. Það verður spennandi að sjá hvað hann hefur stækkað. Ég held að hann hljóti að vera kominn yfir 6 kg. Það verður upplýst á einhverjum af síðunum hans seinna.

Jæja. Þarf að fara að drífa strákinn inn.
Later,
Ríkey