Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

22 ágúst 2006

Sumarfríið á enda.... :(

Jæja... þetta er nú meiri bloggletin. Ég nenni bara ekki að blogga í sumarfríinu mínu.

Smá update:
Heimferðin var hræðileg, lestinni seinkaði vegna þess að það kviknaði í teinunum, missti af fluginu en DSB borgaði fyrir að breyta miðanum, fékk far kl 11 um kvöldið, átti að fara kl 2, en þegar ég kom á flugvöllinn fékk ég að breyta miðanum aftur, án endurgjalds, til kl 8. Þessi yndislega kona sem ég talaði við bjargaði gjörsamlega lífi mínu. Ég sat svo bara úti í sólinni í nokkra tíma og lét mér leiðast... aaalein!
Setti svo þjófavarnarkerfið nokkrum sinnum í gang hjá tengdó... ég og Securitas gaurarnir erum "like this" núna...

Brúðkaupið var æðislegt og gekk eins og í sögu. Það kom meira að segja mynd af mér í Brúðkaupsþættinum Já, enda var ég alltaf eitthvað að flækjast í kringum Tinnu að reyna að hjálpa henni, og svo var ég skipuð yfirljósmyndari í veislunni og tók myndir bæði á vélina hennar Lilju og Tinnu, þannig að það var mikið að gera.

Anna og Hjölli eignuðust lítinn gullmola 10. ágúst, 2 vikum eftir tímann. Ég hlakka ekkert smá til að hitta þau og sjá litla kút... vonandi náum við að hittast í bænum eftir helgi. Endilega kíkið á hann. Hann er algjör rófa...

Sumarið er búið að vera æðislegt hérna fyrir austan, sérstaklega í blíðunni sem er búin að vera undanfarið. Ég fékk meira að segja 2 vikur í sumarfrí um daginn. Það hefur ekki gerst síðan ég man eftir mér liggur við. Hef alltaf verið að vinna á fullu á sumrin.

Við förum suður á laugardaginn og heim á miðvikudaginn. Okkur er nú soldið farið að hlakka til að komast heim til okkar. Skólinn byrjar 4. sept... :(

Ég gæfi nú mikið til að vita hvort einhver kíki hingað inn lengur... fólk er örugglega löngu búið að gefast upp á að bíða eftir bloggi... en betra er seint en aldrei segi ég nú bara. Endilega látið vita af ykkur og verið dugleg að kommenta... smá manntal í gangi...

Jæja, ætla að fara í hádegismat... bæjó.
Ríkey.