Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

19 desember 2006

Jólin koma.... og ekkert annað virðist vera... ekki einu sinni jólasnjór!

Jæja, kominn tími til að blogga aftur, held ég.
Við bíðum enn eftir þessu blessaða barni. Það virðist bara ætla að vera þarna inni endalaust. Ég vona bara að það verið komið úr fyrir næsta sumar.
Annars er ég sett í dag hér í Danmörku, þannig að það eru í mesta lagi 2 vikur þangað til barnið kemur. Að hugsa sér það. Heima á Íslandi er ég sett 21. des. sem er réttara, og það sem ég miða við. Það er nú bara eftir 2 daga samt. Ég vona bara að þetta verði ekki jólabarn.

Ég náði ekki að skila verkefninu og hef fengið frest til að skila í mars. Ég tek svo líka prófið um miðjan mars. Ég vona að það gangi að klára að skrifa verkefni með barn í fanginu. Ég verð að fara að æfa mig í að nota aðra hendi við að skrifa og teikna. Maður getur nú ekki lagt barnið frá sér, er það?

Þó ég sé hætt að vinna þetta verkefni í bili hef ég sko aldeilis ekki setið á rassinum... allavega ekki mikið.
Ég er búin að baka 4 smákökusortir og er búin að vera á fullu að klára jólagjafainnkaup og að senda það heim. Svo skrifuðum við jólakort í dag og ætlum að rölta niður á pósthús á eftir og senda þau. Þá er allavega búið að redda því.
Svo þarf reyndar að gera smá jólahreingerningu. Aðeins að þurrka af og svona. Já og ekki má gleyma jólamatnum heldur. Ætlum að ná í hamborgarhrygginn hjá slátraranum í dag.
Við erum líka alveg að verða tilbúin með allt fyrir barnið. Barnavagn, rimlarúm og skiptiborð eru á sínum stað, og flest smádót komið, eins og krem og bleyjur, eða allavega prufur. Svo erum við komin með fullt af fötum, nýjum og notuðum, eiginlega allt gjafir frá vinum og vandamönnum. Það er auðvitað alveg ómetanlegt og varla hægt að þakka nógu mikið fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið. Núna vantar bara barnið...

Já það er sko aldeilis mikið um að vera á þessum bæ. Ótrúlegt hvað allt gerist alltaf í einu.

Í byrjun Desember komu Anna og Hjölli í heimsókn, auðvitað með Jóhannes Þór með sér, og svo fylgdi Kári með í kaupbæti. Ekki nóg með það, heldur komu Sigga "systir" og krakkarnir og nýji kærastinn líka frá Svíþjóð. Reyndar stoppuðu þau ekki nema í einn dag. Það var haldin heljarinnar átveisla eitt kvöldið, sem reyndar byrjaði heldur seint, þar sem við stelpurnar ákváðum að skreppa á H&M Clubaften, akkúrat á matmálstíma.
Veislan heppnaðist vel, og Haukurinn stóð sig vel sem aðal skipuleggjari og stjörnukokkur.

Það er sko alltaf fjör í Álaborg!

Bið að heilsa í bili.
Ríkey.