Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

07 september 2006

....blessaður skólinn....

Jæja, þá er skólinn byrjaður með trompi og ekkert smá mikið að gera. Núna er ég í einhverjum filosofíukúrsum sem ég botna lítið sem ekkert í. Svo eigum við að skila ritgerð. Eftir það byrjar svo sjálft verkefnið, sem ég ætla að gera ein í þetta skiptið.
Ég hef tekið eftir því að fólk á erfitt með að komast inn á síðuna sem ég setti inn um dagin, enda breyttum við henni þannig að ekki hver sem er kemst inn. Allavega, þegar smellt er á linkinn hérna til vinstri þá er fólk beðið um að ath. hvort það hafi aðgang að síðunni með því að smella á link. Þar er hægt að skrá sig inn með því að nota sama nafn og lykilorð og á messenger, og aðeins þeir sem eru skráðir á messenger hjá mér komast inn. Ef þið viljið kíkja á síðuna getiði bara addað mér inn á messenger hjá ykkur, og kannski látið mig vita af því svo ég hendi ykkur ekki út því ég kannast ekki við ykkur, eða sent mér skilaboð með netfanginu ykkar svo ég geti bætt ykkur á "vinalistann", en þá kemur það líka upp á síðunni held ég... Ég allavega vona að þið getið fundið út úr þessu.
Allavega. Best að fara að læra.
Ble...

01 september 2006

Komin heim!

Loksins erum við komin heim til Álaborgar aftur. Skólinn byrjar á mánudaginn þannig að maður reynir að slappa af og redda hlutum áður.

Það gæti verið að við förum með Höllu að leika í kvikmynd um helgina. Ég læt allavega vita hvað verður úr því. Ekki slæmt að vera aukaleikari í stórmynd.. híhí.

Það er afmæliskaffi hjá Didda á eftir. Hann er gamall í dag. Allavega 27 ára.

Það gleður mitt litla hjarta að sjá hve margir líta ennþá hingað inn. Og til að gleðja ykkar litla hjarta þá setti ég inn link á nýja síðu sem sum ykkar hefðuð kannski gaman af að kíkja inn á annað slagið.

Bið að heilsa í bili.
Ríkey