Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

26 maí 2004

Nú hafa sko öll met verið slegin!

Þetta er nú aldeilis búin að vera ágætis törn undanfarna eina og hálfa viku. Við vorum að klára verkefnið okkar og það er núna á leið, ásamt 2 úr hópnum, til Pandrup í prentun. Síðasta vika byrjaði eins og hver önnur, nema í staðinn fyrir að fara heim kl. 17 eins og venjulega fór ég heim um 20 leytið. Næsta dag var það hálf 21, svo 22, svo 24... Svo var auðvitað unnið alla helgina. Á sunnudaginn (held ég) kom ég ekki heim fyrr en kl. 2, á mánudaginn var ég í skólanum frá hálf 10 um morgun til hálf 5 um nótt (19 tímar!)......

Svo vaknaði ég kl. 12, fór í skólann kl. 14 og var að koma heim fyrir u.þ.b. klukkutíma síðan (og klukkan er núna akkúrat 13:00!. Við Julie erum búnar að sitja tvær í alla nótt að laga verkefnið okkar til, Thomas var til u.þ.b. kl. 7 og er núna á leiðinni með verkefnið í prent með Helle, sem fór heim til fjölskyldunnar um, held ég, 2 leytið í nótt og Jakob, sem hlustar á leiðinlega tónlist, fór heim fyrir miðnætti og mætti kl. 11 í morgun. Hann býr reyndar í augnablikinu í Århus, sem að er engin afsökun. Hann situr núna einn og gerir Procesanalyse.

Þannig að af þessum 25 tímum sem ég er búin að vera vakandi núna fóru 22 í það að læra.

Og núna er ég farin að sofa.... Góða nótt (eða þannig)...

Ríkey

10 maí 2004

Brandari

Det er ikke kun piger, der skriver dagbog


Pigens dagbog:

Lørdag, d. 21. juni

Så Mark i går aftes og han opførte sig ret så underligt. Jeg tog ud for at shoppe om eftermiddagen med tøserne.

Var på bar med Mark senere, der var propfyldt med mennesker og masser af larm. Jeg foreslog, at vi gik et sted, hvor der var mere stille for at snakke.

Han virkede meget fraværende, så jeg foreslog at vi skulle gå hen og få noget godt at spise. Under hele middagen virkede han slet ikke som sig selv, han smilte slet ikke, og han lagde ikke så meget mærke til mig eller hvad jeg sagde. Så jeg vidste bare, at der var noget galt.

Han kørte mig hjem, og jeg tænkte på om han ville med ind. Han gik med ind. Jeg spurgte om der var noget galt. Han rystede bare på sit hoved og sukkede og tændte for fjernsynet. Efter 10 minutters stilhed sagde jeg, at jeg ville gå op og i seng.

Jeg lagde mine arme omkring ham og sagde at jeg elskede ham utroligt meget. Han sukkede bare og gav et lidt trist smil. Han gik ikke med ovenpå, men senere kom han op, og da vi elskede, var jeg overrasket over, hvor fraværende og kold han var.

Jeg begyndte at tænke på om han måske ville forlade mig, at han måske havde fundet en anden pige.

Jeg græd mig selv i søvn.




Drengens dagbog:

Lørdag, d. 21. juni

Danmark tabte til Sverige 2-1. Fik dog stadig fisse.

02 maí 2004

Þýskaland!

Heil og sæl öllsömul.
Ég sit hérna í pilsi með opna svalahurð, að hleypa sumrinu inn í íbúðina. Það er æðislegt veður, en því miður verð ég að vera inni að læra og taka til.
Við fórum fjögur í ferð til Þýskalands í gær, ég, Haukur, Eyfi og Anna Dröfn. Það var lagt af stað í rútu kl. 8 um morguninn og keyrt í u.þ.b. 4 tíma í átt að Padborg, sem er staður rétt við landamæri Danmerkur og Þýskalands, Þýskalandsmegin. Þar voru versluð á ca. 2 tímum um 7 kg af nammi, 110 lítrar af öli, nokkrar flöskur léttvín og aðeins fleiri af sterku, auk ýmissa smáhluta, eins og t.d. piparsprey handa konunum. Svo var haldið aftur heim á leið og vorum við komin til Álaborgar um 7 leytið. Þetta var svakafjör og þessir 7 tímar í rútunni liðu eins og skot. Við eignuðumst meira að segja vini á leiðinni. Asíumaður sem sat við hliðina á strákunum bauð okkur öllum upp á bjór á leiðinni til baka og ætlaði svo bara ekki að hætta. Ég veit ekki hvað oft hann fór og keypti á línuna. Svo vingaðist Anna við einhverja gaura sem sátu fyrir framan okkur sem vildu óðir fá að vita eitthvað um Ísland og Færeyjar, hvort að þetta væru ekki svolítið svipaðir staðir. Anna spilaði bara með og þóttist vita allt um Færeyjar. Það er ótrúlegt hvað danir virðast halda að við umgöngumst Færeyinga. Þeir rugla okkur alltaf saman og maður þarf stundum að minna fólk á nokkrum sinnum í samtalinu að maður komi frá Íslandi en ekki Færeyjum. Það halda líka flestir að maður komi þaðan þegar að þeir heyra mann tala og það líður yfirleitt ekki á löngu þangað til að þeir gefast upp og spurja mann.
En nóg um það. Ég er að hugsa um að fara að gera eitthvað uppbyggilegt, eins og að leggjast í sólbað eða eitthvað. Bið að heilsa í bili.
Ríkey.