Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

12 júní 2006

Sumarfrí

Jæja. Þá er maður loksins búinn í þessum blessuðu prófum. Ég kláraði reyndar 29. maí og fór svo til Króatíu 2 dögum seinna og hef verið frekar upptekin við að sóla mig í garðinum í yfir 30 stiga hita síðan. Já, og við að fara í búðir.

Ég er að koma til Íslands á morgun og verð reyndar ein heima í heilan dag þar sem tengdafjölskyldan kemur ekki frá Króatíu fyrr en á miðvikudaginn. Ég ætla bara að hitta hana Andreu mína og borða með henni kvöldmat og slúðra aðeins þannig að mér ætti ekki að leiðast.

Svo fer ég í brúðkaup til Tinnu frænku minnar á laugardaginn 17. júní. Það verður svaka stuð. Ég er svo ánægð fyrir hennar hönd, mér finnst þetta æðislegt. Til hamingju Tinna mín, ég hlakka til að sjá þig á laugardaginn.

Heyrðu, ég nenni ekki að hanga inni lengur þegar það er svona gott veður úti. Við Mæja ætluðum reyndar að skreppa niður í bæ aðeins.
Bið að heilsa.
Ríkey