Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

24 apríl 2004

Útlandafílingur!

Við Haukur fórum í útlandaleik áðan. Við röltum niður í bæ í glampandi sólskini og góðu veðri og settumst svo niður á kaffihúsi og fengum okkur hádegismat. Við byrjuðum á að fá okkur tapasbakka við ólífum og ostum og tzatziki og fullt af alls konar kjöti eins og chorizo pulsu og salami og spænskri skinku og svo var marineraður rauðlaukur og paprika. Þetta var geggjað gott. Svo fékk ég mér kjúklingasalat og Haukur fékk sér hamborgarasamloku. Þetta var þvílíkt magn enda vorum við um 2 tíma á kaffihúsinu.
Svo fengum við okkur smá göngutúr og settumst á bekk í sólinni og röltum svo í gegnum bæinn og heim. Ekkert smá kósí.

Núna er Haukur kominn á stað sem heitir Wharf, þar sem eru seldar tugir tegunda af bjór, og hann er að bíða eftir Önnu Dröfn og eftir að leikurinn byrji, Liverpool - Manchester sko.
Ég er að hugsa um að fara að hitta hann þar eftir smá þar sem að það tekur nú ekki lengur en 5 mínútur að labba þangað.

Ég bið því bara að heilsa í bili og vona að þetta blogg hafi komið þægilega á óvart (þar sem að það eru nú ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast) ;D

Bæjó, Ríkey.

20 apríl 2004

Jæja.... fyrst þið endilega viljið...

þá koma hérna smá fréttir héðan úr Danmörku. Þið verðið að afsaka hvað ég er búin að vera löt við að skrifa. Þetta mynnir mig eiginlega svolítið á uppáhalds afsökunina mína, sem kemur frá Rachel í Friends: "Sorry I'm late.......... I left late".

En svona aðeins til að fylgja fyrri pistlum eftir, þá er ég ekki lengur fúl. Þetta reddaðist að lokum. Tengdapabbi pantaði fyrir okkur miðana og við komum heim þann 1. júlí. Og í sambandi við vorið.... að þá er farið að hlýna núna. Það er búið að vera 15-17 stiga hiti hérna undanfarið og mjög gott veður. Það var reyndar rigning í gær en bara fyrir hádegi. Svo fer þetta víst bara upp héðan í frá. Og það er ekkert nema gott mál.

Páskarnir voru fínir. Við fórum reyndar ekki í planaða Þýskalandsferð en hver veit... það er alltaf næsta helgi. Ég er nú reyndar ennþá í páskafríi, ef maður mætti kalla það það. Skólinn minn (þ.e. Arkitektur og Design deildin) er í studietur, sem kallast námsferðalag á íslensku, í Ítalíu og fátæki námsmaðurinn ég hafði ekki efni á að fara með. En það er allt í lagi... ef ég byrja að safna núna þá hef ég kannski efni á næstu, þó hún verði ekki til Ítalíu. Kannski maður ætti að stofna söfnunarreikning til styrktar mér... "Hjálpum Ríkey að komast í studietur 2005" sjóðurinn. Ekki slæm hugmynd!!!
Ég er annars í fríi út þessa viku, fór aðeins í skólann eftir hádegi eftir páskafrí og svo strax aftur í frí. Annars notar maður nottla tímann í það að læra (allavega eitthvað af honum).

Það er búið að vera Sex and the city maraþon í gangi hérna. Þeir sýndu næstum alla nýjustu seríuna... aftur... núna fyrir helgi og um helgina. Þeir byrjuðu sko að sýna nýjustu seríuna fyrir nokkru síðan en hættu svo allt í einu í miðri seríu - án nokkurs fyrirvara - og byrjuðu að sýna gamla þætti. Eins og þið getið ímyndað ykkur var mín ekki sátt en fylgdist þó áfram með. En svo tóku þeir þennan líka sprettinn yfir helgina og sýndu eina 13 þætti á 4 dögum og á fimmtudaginn verða svo sýndir áður ósýndir þættir. Þeir eru sýndir 2 í einu og það er bara handfylli af þáttum eftir. Svo er bara no more Sex and the city... ever... :(
Ég er ekki sátt, en allir góðir hlutir hljóta að enda einhvern tíma.

Við erum alveg að koma þessari vefmyndavél í gagnið. Við tölum reglulega við Didda og Höllu í gegnum þetta, aðallega því að þau eiga líka vefmyndavél, og svo getur maður líka talað saman í gegnum þetta, þannig að þetta er svona eins og sími... nema bara betra... með mynd! Svo tölum við auðvitað við foreldrana í gegnum þetta, nema við getum ekki séð þau, en við tölum alveg saman samt. Þetta er ekkert smá sniðugt. Ímyndið ykkur hvað maður sparar í símreikning á þessu. Mér finnst að allir ættu að eiga svona. Þá væri sko heimurinn betri staður.... eða eitthvað...........

Jæja... núna er ég alveg orðin tóm... ég bið því bara að heilsa í bili og ég skal reyna að vera duglegri við að skrifa.... hum..hum.....
Bæ bæ
Ríkey

ps. Til hamingju með íbúðina Tinna!