Útlandafílingur!
Við Haukur fórum í útlandaleik áðan. Við röltum niður í bæ í glampandi sólskini og góðu veðri og settumst svo niður á kaffihúsi og fengum okkur hádegismat. Við byrjuðum á að fá okkur tapasbakka við ólífum og ostum og tzatziki og fullt af alls konar kjöti eins og chorizo pulsu og salami og spænskri skinku og svo var marineraður rauðlaukur og paprika. Þetta var geggjað gott. Svo fékk ég mér kjúklingasalat og Haukur fékk sér hamborgarasamloku. Þetta var þvílíkt magn enda vorum við um 2 tíma á kaffihúsinu.
Svo fengum við okkur smá göngutúr og settumst á bekk í sólinni og röltum svo í gegnum bæinn og heim. Ekkert smá kósí.
Núna er Haukur kominn á stað sem heitir Wharf, þar sem eru seldar tugir tegunda af bjór, og hann er að bíða eftir Önnu Dröfn og eftir að leikurinn byrji, Liverpool - Manchester sko.
Ég er að hugsa um að fara að hitta hann þar eftir smá þar sem að það tekur nú ekki lengur en 5 mínútur að labba þangað.
Ég bið því bara að heilsa í bili og vona að þetta blogg hafi komið þægilega á óvart (þar sem að það eru nú ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast) ;D
Bæjó, Ríkey.
Svo fengum við okkur smá göngutúr og settumst á bekk í sólinni og röltum svo í gegnum bæinn og heim. Ekkert smá kósí.
Núna er Haukur kominn á stað sem heitir Wharf, þar sem eru seldar tugir tegunda af bjór, og hann er að bíða eftir Önnu Dröfn og eftir að leikurinn byrji, Liverpool - Manchester sko.
Ég er að hugsa um að fara að hitta hann þar eftir smá þar sem að það tekur nú ekki lengur en 5 mínútur að labba þangað.
Ég bið því bara að heilsa í bili og vona að þetta blogg hafi komið þægilega á óvart (þar sem að það eru nú ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast) ;D
Bæjó, Ríkey.