Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

19 júní 2004

FRÍÍÍÍ!!!

Jæja, núna er ég loksins búin í prófum og er komin í sumarfrí. Ég er búin að vera á fullu og tók 3 próf á einni viku og náði þeim öllum :D
Núna þarf maður að fara að versla og pakka og pakka meira. Við förum heim eftir 9 daga.
Ég er með heimsins stærsta skordýrabit á innra lærinu. Tók fyrst eftir því á föstudagskvöldið og ég er búin að vera að horfa á það stækka síðustu 2 daga. Núna nær það yfir hálft lærið á mér og er allt bólgið og er farið að blána... ég held ég kíki kannski til læknis á morgun ef það lagast ekki. Ég held að þetta hafi verið könguló, ég er allavega ekki vön að fá svona ofnæmi fyrir skordýrabitum. Ömurlegt að lenda í svona kjaftæði nýkomin í frí.
Annars er ekkert spennandi búið að vera að gerast. Ég er bara búin að búa í skólanum síðasta mánuð og hef ekkert hitt vini mína, hvað þá Hauk.
En núna er tíðin önnur. Við Haukur ætlum að bjóða til veislu í kvöld, eigum von á fólkinu eftir um klukkutíma. Þetta verður reyndar engir stórveisla, Eyfi, Anna, Christian og Julie ætla að koma. Bara svona smá til að halda uppá að prófin séu búin.
Þannig að það er best að fara að drífa sig að taka sig til.
Blogga síðar,
Ríkey

10 júní 2004

Próf!

Eitt búið - 2 eftir. Búin eftir viku!!!