hitt og þetta
Þetta er nú meiri letilífið á manni þessa dagana. Það er haustfrí í þessari viku, sem í rauninni ætti að vera búið núna, en þar sem önnin mín er í studietur og hópurinn minn að gera hitt og þetta annað ætlum við ekkert að hittast í þessari viku, heldur fengum bara heimaverkefni til að gera í fríinu.
Þar af leiðandi hef ég nógan tíma til að læra, þrífa og taka til og hlusta á nýja Ipodinn minn.
Við Haukur keyptum okkur sitthvorn Ipodinn um daginn. Reyndar voru þetta afmælisgjafir, bara svolítið seint á ferðinni. Það fer nú að líða að því að ég eigi afmæli aftur...
Haukur keypti sér venjulegan Ipod og ég fékk Ipod Nano, sem er þessi nýjasti. Hann er pínu ponsu lítill, 4 Gb og með litaskjá. Voða flottur. Ég ætlaði samt að fá mér bleikan Ipod Mini en þeir eru víst hættir að selja hann, en þessi er samt svo kúl að mér er alveg sama. Við fengum þá líka með nöfnunum okkar aftaná. *mont*mont*
Ásta og Þorsteinn komu í kaffi til okkar um daginn. Gaman að fá svona heimsókn frá Íslandi. Þau komu með íslenskt malt fyrir okkur, ekkert smá gott.
Haukur, Eyfi og Diddi fóru til Þýskalands í gær. Þeir keyrðu til Flensburg til að kaupa bjór og fleira. Haukur keypti líka fullt af gosi, Beef jerkey, sem er frekar skrítið snakk, og nautakjöt, þannig að það var nautasteik í gær í kvöldmatinn. Ekkert smá góður matur mar... bakaðar kartöflur og blóðugt nautakjöt. Já, það er erfitt þetta námsmannalíf.
Jæja, best að fara að snúa sér að þessum lærdómi. Ég á að finna upplýsingar um hvernig íslendingar nota náttúruna í sambandi við wellness og í hverdeginum (er hægt að segja svoleiðis???) og líka önnur lönd. Ef einhver er með hugmyndir eru þær vel þegnar.
Bless í bili
Ríkey
Þar af leiðandi hef ég nógan tíma til að læra, þrífa og taka til og hlusta á nýja Ipodinn minn.
Við Haukur keyptum okkur sitthvorn Ipodinn um daginn. Reyndar voru þetta afmælisgjafir, bara svolítið seint á ferðinni. Það fer nú að líða að því að ég eigi afmæli aftur...
Haukur keypti sér venjulegan Ipod og ég fékk Ipod Nano, sem er þessi nýjasti. Hann er pínu ponsu lítill, 4 Gb og með litaskjá. Voða flottur. Ég ætlaði samt að fá mér bleikan Ipod Mini en þeir eru víst hættir að selja hann, en þessi er samt svo kúl að mér er alveg sama. Við fengum þá líka með nöfnunum okkar aftaná. *mont*mont*
Ásta og Þorsteinn komu í kaffi til okkar um daginn. Gaman að fá svona heimsókn frá Íslandi. Þau komu með íslenskt malt fyrir okkur, ekkert smá gott.
Haukur, Eyfi og Diddi fóru til Þýskalands í gær. Þeir keyrðu til Flensburg til að kaupa bjór og fleira. Haukur keypti líka fullt af gosi, Beef jerkey, sem er frekar skrítið snakk, og nautakjöt, þannig að það var nautasteik í gær í kvöldmatinn. Ekkert smá góður matur mar... bakaðar kartöflur og blóðugt nautakjöt. Já, það er erfitt þetta námsmannalíf.
Jæja, best að fara að snúa sér að þessum lærdómi. Ég á að finna upplýsingar um hvernig íslendingar nota náttúruna í sambandi við wellness og í hverdeginum (er hægt að segja svoleiðis???) og líka önnur lönd. Ef einhver er með hugmyndir eru þær vel þegnar.
Bless í bili
Ríkey