Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

15 mars 2006

Endilega kíkið á þetta og styðjið gott málefni!

http://www.stopkvindehandel.nu

Þetta er undirskriftarlisti til að stoppa verslun með konur. Það var þáttur í sjónvarpinu um daginn þar sem sýnt var þegar þeir fóru og keyptu stelpuna sem minnst er á á síðunni og núna eru þeir með söfnun þar sem þeir gefa 1.- dkr fyrir hverja undirskrift. Það tók þá ekki nema hálftíma og það voru margar í boði og hún kostaði hvorki meira né minna en ca. 150.000.- ikr. Kostakaup það!

Ríkey

05 mars 2006

Kæra dagbók.

Þriðjudagur:

Berglind er snillingur! H&M klubaften er ss. 30. mars en ekki 30. febrúar þannig að ég endaði á því að sníkja mér mat hjá Eyfa og Mæju eins og Haukur.

Miðvikudagur:

Tók strætó í skólann því ég var eitthvað svo allt of þreytt til að hjóla. Komst að því þegar ég mætti að ég hafði náð miniprojekt, svakalega stolt... og drullufegin.
Kynning á hovedprojekt og byrjunin á hópavinnunni. Eftir stuttan fyrirlestur fórum við í grúppuherbergið til að spjalla saman og kíktum svo yfir í Nørresundby á svæðið þar sem við eigum að gera verkefnið. Það var mjög stuttur túr enda ekki mikið að sjá og ég var komin heim fyrir 12. Ég rétt meikaði strætóferðina heim og lagðist upp í rúm og fór að sofa, eða reyndi það allavega. Var gjörsamlega að frjósa úr kulda og hækkaði í öllum ofnum í húsinu upp í 5. Þegar Haukur kom heim um 3 fann hann hitamælinn og viti menn.. ég var með 38.8 stiga hita. Eyddi restinni af deginum fyrir framan sjónvarpið undir sæng og varð því miður að aflýsa löngu plönuðu kvöldmatarboði með Evu.

Fimmtudagur:

Ég elska að vera kona!
Var ennþá með hita og virtist ekkert vera að skána. Var eitthvað ofurviðkvæm því ég fór að grenja af engri ástæðu. Horfði á hálft myndband við lag með Kelly Clarkson og fór að hágráta. Var vælandi hálfan dagin yfir hinu og þessu sem ég sá í sjónvarpinu. Var með mikið samviskubit yfir því að fara ekki í skólann og var sannfærð um það að hitamælirinn væri bilaður.
Eldaði dýrindismáltíð handa Hauki mínum.

Föstudagur:

Enn komst ég ekki í skólann, með enn meira samviskubit yfir því og enn var ég sannfærð um að hitamælirinn væri bilaður.
Attack of the snot. Gerði ekkert annað en að snýta mér allan daginn. Breyting frá tárunum, en til hins verra held ég. Fegin að helgin skyldi vera að koma svo ég gæti náð mér án þess að missa úr skólanum. Var búin að plana videokvöld með Julie á laugardeginum en við ákváðum að fresta því, en ég var nú samt viss um að það væri óþarfi því að ég hliti að fara að skána... rangt!

Laugardagur:

Hitinn og horið enn til staðar, gaman gaman. Þetta fer nú að verða frekar þreytt. Aldrei þessu vant svaf ég aðeins frameftir, hafði alltaf vaknað snemma sjálf hina dagana og farið fram og lagst í sófann. Orðin dauðleið á sjónvarpinu og dvd.
Haukur fór á auka æfingu. Þau fengu Tai Kwon Do æfingu og á meðan ætlaði ég bara að chilla heima og horfa á Wedding Singer. Sprautaði Orfiril í nefið á mér til að geta andað. Það er svona nefsprey sem losar um stíflað nef, algjör viðbjóður. Það heppnaðist ekki betur en svo að stuttu seinna fékk ég þessar líka blóðnasirnar, ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég hélt í alvöru talað að ég yrði ekki eldri, að mér myndi blæða út. Ég hringdi í paniki í Berglindi en auðvitað var á tali. Reyndi nokkrum sinnum þangað til það loksins svaraði. Berglind kom hlaupandi yfir mér til bjargar og hringdi á læknavaktina. Þær sögðu að þetta væri nú alveg eðlilegt og ég ætti ekki að nota spreyið aftur þann daginn. Í sambandi við hitann þá væri ég mjög sennilega með einhverns konar inflúensu og það væri nú líka eðlilegt að vera með svona háan hita í allt að viku. Ef ég væri ekki orðin skárri á mánudaginn ætti ég að hitta lækninn minn. Berglind hugsaði mjög vel um mig, gaf mér að drekka, tók aðeins til í kring um mig, fór út með ruslið, kom með köku og nammi og safa og kakó handa mér og ég veit ekki hvað og hvað og hékk aðeins og spjallaði við mig. Þú ert algjört yndi Berglind. Takk æðislega fyrir að hugsa svona vel um mig.

Sunnudagur:

Já. Þá er það dagurinn í dag. Hann er nú ekki búinn að vera æðislegur heldur. Vaknaði snemma í morgun og lagðist upp í sófa með sængina mína og horfði á dvd. Gaman að gera eitthvað svona til tilbreytingar, eins og að leggjast upp í rúm á kvöldin eftir erfiðan dag af því að liggja upp í sófa. Annars er hitinn farinn að lækka, sem betur fer, en ég er enn að drepast í hálsinum og nefinu. Ég sofnaði víst í dag, Haukur sagði að ég hefði sennilega sofið í 3 tíma, og ég tók ekkert eftir því sjálf. Lá bara upp í sófa og svo var klukkan allt í einu orðin 5.
Ég vona að ég komist í skólann á morgun, á samt ekki von á því og fengi sennilega að heyra það ef ég reyndi. Það er bara ekki gott mál að missa af öllum þessum fyrirlestrum og hópavinnunni. Kannski ég fari frekar á þriðjudaginn og "njóti" þess að vera veik í einn dag í viðbót.


Fyrir ykkur sem eru orðin leið á því að lesa um sjúkrasöguna mína þá kemur hérna svolítið pínu skemmtilegra:

4 störf sem ég hef starfað við um ævina:
Operatør í kerskála í álveri í Noregi
Allt muligt manneskja á Cafe 7in á Lakolk á Rømø í Danmörku
Starfsmaður á pósthúsi
Stöðumælavörður... og auðvitað margt fleira

4 myndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Ever after
Legends of the fall
Moulin Rouge
Notting Hill... og auðvitað margar fleiri

4 staðir sem ég hef búið á:
Eskifjörður
Seltjarnarnes
Sunndalsøra
Aalborg... og auðvitað margir fleiri

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Friends
Lost
Sex and the City
Desperate Housewives... og auðvitað margir fleiri

4 staðir sem ég hef farið í frí á:
Mallorca
Figueras
Danmörk
Ísland... og auðvitað margir fleiri... eða hvað?

4 heimasíður sem ég heimsæki daglega:
www.rikey.blogspot.com
www.femin.is
www.hotmail.com
www.gmail.com... og auðvitað margar fleiri

4 uppáhalds matartegundir:
Jólamaturinn hennar mömmu
Soðinn fiskur og kartöflur stappað saman með smjöri
Lauksúpan hans Steina
Lambakjöt, sama hvernig matreitt... og auðvitað margt fleira

4 staðir sem mig langar að skoða:
Bandaríkin
Ítalía
Spánn
Asía... og auðvitað margir margir fleiri

4 hlutir sem ég hlakka til:
Þegar ég hætti að vera veik
Þegar ég útskrifast
Þegar sumarið loksins kemur
Þegar Anna og Hjölli eignast loksins krílið sitt... og auðvitað margt fleira

4 bloggarar sem ég ætla að klukka:
Anna Dröfn
Halla
Haukurinn
Berglind... og auðvitað margir fleiri (hverjum datt eiginlega í hug að takmarka þetta við 4?)

Koma svo fólk, standa sig!

Ríkey out.