Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

01 nóvember 2006

Ég veit ekki meir....

Ég er í leiðinlegasta tíma í heimi, með mest óspennandi kennara í heimi. Það er pása og ég ákvað að blogga smá... kannski kominn tími til.

Þess önn í skólanum er svolítið öðruvísi en venjulega. Ég er komin á 7. önn og þar af leiðandi í masterinn, og helmingurinn af krökkunum sem voru hérna í fyrra eru annað hvort í praktík eða að gera eitthvað annað spennandi. En það þýðir ekki að við séum eitthvað færri... það er bara búið að skipta þeim út fyrir útlendinga. Þeir koma frá hinum ýmsu löndum, Mexico, Lettlandi og ég veit ekki hvað og hvað....

Annars hefur það lítil áhrif á mig, þar sem ég er ein í hóp. Það gengur svona upp og ofan, stundum er ég bjartsýn á að ná að skila og stundum er ég viss um að geta það ekki. Akkúrat í augnablikinu gengur vel, en við sjáum hversu lengi það endist.

Litli mallakútur stækkar og stækkar og er væntanlegur í heimin eftir hvorki meira né minna en 7 vikur. Það er ekkert smá hvað þetta er fljótt að líða, en samt alveg hrikalega lengi. Ég verð nú líka að segja að það getur verið frekar truflandi stundum að hafa hann þarna, þegar ég þarf að einbeita mér að náminu. Ég lít bara á þetta sem ágætis samvinnu, hann lætur mig vita þegar honum finnst ég þurfa að taka mér pásu.

Jæja, ég þarf að fara að gera einhverja æfingu fyrir þennan blessaða fyrirlestur. Ég býst við því að Smjattpatti bloggi bráðum, og setji inn alveg glænýjar myndir.

Ríkey.