Nú hafa sko öll met verið slegin!
Þetta er nú aldeilis búin að vera ágætis törn undanfarna eina og hálfa viku. Við vorum að klára verkefnið okkar og það er núna á leið, ásamt 2 úr hópnum, til Pandrup í prentun. Síðasta vika byrjaði eins og hver önnur, nema í staðinn fyrir að fara heim kl. 17 eins og venjulega fór ég heim um 20 leytið. Næsta dag var það hálf 21, svo 22, svo 24... Svo var auðvitað unnið alla helgina. Á sunnudaginn (held ég) kom ég ekki heim fyrr en kl. 2, á mánudaginn var ég í skólanum frá hálf 10 um morgun til hálf 5 um nótt (19 tímar!)......
Svo vaknaði ég kl. 12, fór í skólann kl. 14 og var að koma heim fyrir u.þ.b. klukkutíma síðan (og klukkan er núna akkúrat 13:00!. Við Julie erum búnar að sitja tvær í alla nótt að laga verkefnið okkar til, Thomas var til u.þ.b. kl. 7 og er núna á leiðinni með verkefnið í prent með Helle, sem fór heim til fjölskyldunnar um, held ég, 2 leytið í nótt og Jakob, sem hlustar á leiðinlega tónlist, fór heim fyrir miðnætti og mætti kl. 11 í morgun. Hann býr reyndar í augnablikinu í Århus, sem að er engin afsökun. Hann situr núna einn og gerir Procesanalyse.
Þannig að af þessum 25 tímum sem ég er búin að vera vakandi núna fóru 22 í það að læra.
Og núna er ég farin að sofa.... Góða nótt (eða þannig)...
Ríkey
Svo vaknaði ég kl. 12, fór í skólann kl. 14 og var að koma heim fyrir u.þ.b. klukkutíma síðan (og klukkan er núna akkúrat 13:00!. Við Julie erum búnar að sitja tvær í alla nótt að laga verkefnið okkar til, Thomas var til u.þ.b. kl. 7 og er núna á leiðinni með verkefnið í prent með Helle, sem fór heim til fjölskyldunnar um, held ég, 2 leytið í nótt og Jakob, sem hlustar á leiðinlega tónlist, fór heim fyrir miðnætti og mætti kl. 11 í morgun. Hann býr reyndar í augnablikinu í Århus, sem að er engin afsökun. Hann situr núna einn og gerir Procesanalyse.
Þannig að af þessum 25 tímum sem ég er búin að vera vakandi núna fóru 22 í það að læra.
Og núna er ég farin að sofa.... Góða nótt (eða þannig)...
Ríkey