Síðasta vikan!
Jæja. Nú fer að koma að því. Þetta er síðasta vikan í vinnunni og á föstudaginn förum við suður. Þetta er búið að vera frábært sumar og æðislegt að vera heima á Eskifirði. Ég ætla sko að reyna að koma hingað aftur næsta sumar.
Á laugardaginn er svo árshátíð GF. Það verður væntanlega mikið fjör þá eins og venjulega. Svo er það bara út á þriðjudaginn 30. Bara 8 dagar í það... allt of stutt. Þetta sumar er búið að vera ekkert smá fljótt að líða enda flýgur tíminn þegar maður skemmtir sér.
Það verður samt gott að koma heim. Ég er ekki frá því að ég sé búin að sakna Danmerkur svolítið. Og það eru engin smá verkefni sem bíða eftir manni þar heldur. Við förum beint í það að flytja daginn eftir að við komum og svo er að þrífa og mála gömlu íbúðina auk þess sem skólinn byrjar 2. sept og við fáum hóp af fólki í heimsókn. En það besta er samt að maður græðir smá auka sumar.. hehe. Það er farið að kólna hérna heima en úti heima er enn smá sumar.
Svo get ég auðvitað ekki beðið eftir að sjá litlu prinsessuna þeirra Eyfa og Mæju.
Ætli það sé ekki best að fara að klára eitthvað af þessum verkefnum hérna í vinnunni. Get ekki skilið allt við mig í rusli.
Skrifa aftur þegar ég er komin heim.
Ríkey
Á laugardaginn er svo árshátíð GF. Það verður væntanlega mikið fjör þá eins og venjulega. Svo er það bara út á þriðjudaginn 30. Bara 8 dagar í það... allt of stutt. Þetta sumar er búið að vera ekkert smá fljótt að líða enda flýgur tíminn þegar maður skemmtir sér.
Það verður samt gott að koma heim. Ég er ekki frá því að ég sé búin að sakna Danmerkur svolítið. Og það eru engin smá verkefni sem bíða eftir manni þar heldur. Við förum beint í það að flytja daginn eftir að við komum og svo er að þrífa og mála gömlu íbúðina auk þess sem skólinn byrjar 2. sept og við fáum hóp af fólki í heimsókn. En það besta er samt að maður græðir smá auka sumar.. hehe. Það er farið að kólna hérna heima en úti heima er enn smá sumar.
Svo get ég auðvitað ekki beðið eftir að sjá litlu prinsessuna þeirra Eyfa og Mæju.
Ætli það sé ekki best að fara að klára eitthvað af þessum verkefnum hérna í vinnunni. Get ekki skilið allt við mig í rusli.
Skrifa aftur þegar ég er komin heim.
Ríkey