Ég er alveg öskureið út í Iceland Express fólkið núna. Ég var að reyna að panta okkur far heim til Íslands í sumar en í staðinn fyrir að halda áfram eftir að hafa bókað farið fór síðan alltaf aftur á byrjunarreit. Þá reyndi ég aftur... og aftur.... og aftur..... og alltaf sama sagan. Ég komst svo að því að ég var búin að bóka farið 5 sinnum og alltaf fór fargjaldið hækkandi.
Þannig að ég hringdi á söluskrifstofuna og talaði þar við einhverja konu sem virtist ekki vita neitt, hún sagði bara að það væri eitthvað bilað hjá MÉR.... það væri allt í lagi með hlutina þeirra megin... DJÖFULSINS KJAFTÆÐI!!!!!
Ég var sem sagt búin að missa af ódýrari fargjöldunum af því að ég hafði ekki borgað þau strax og það hafi bara einhver annar fengið þau í staðin. Hún vildi endilega halda því fram að það væru kannski 7 manns á netinu í einu að panta far akkúrat þennan dag, um leið og ég.......je right! Ég kaupi það ekki alveg þar sem að þessi fargjöld hafa staðið óhreyfð í marga daga og svo akkúrat þegar ég er að panta mér far klukkan eitt á fimmtudegi að þá séu allir að panta sér far! I don't
think so......
Þetta er nú bara mesta kjaftæði sem að ég hef heyrt.... Þeir sem eru sammála rétti upp hönd....
Þannig að núna sit ég alveg öskureið og þarf að fara að læra.... ég á að skrifa grein um semiotik - eða táknfræði - en ég get nú bara ekki alveg einbeitt mér í augnablikinu.
Ég er heima að læra.... ég er aftur veik :( Mér var nú alveg að batna þarna um dagin en svo fór allt í einu að snjóa og það varð kalt þannig að ég varð aftur veik. En það gerir nú samt kannski ekki mikið til að ég skuli vera heima því að það eru engir tímar í dag og við erum hvort eð er ölla að vinna að sitthvorum hlutnum í augnablikinu.
Ég er búin að vera að kenna Beggu frænku á Msn Messenger. Hún er orðin svakalega fær í þessu, farin að nota broskallana og allt :) Go Begga!
Mamma á afmæli á morgun... hún verður 46 ára.... hún er nú bara unglamb!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA!
Jæja.... ég læt ykkur vita ef að það greiðist úr þessu flugmiða bulli.....
Bestu kveðjur heim
Ríkey