Udmærket!
Kæru lesendur. Þið fáið bestu einkunn hjá mér. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég fengi svona mörg komment. Þetta er alveg..... tja... udmærket! Hvorki meira né minna en 16 stykki. Sérstakar þakkir fær hún Línan mín fyrir góða frammistöðu.
Þið verðið að fyrirgefa það að ég skyldi ekki hafa bloggað fyrr, en það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér í vikunni: hópavinna - autocad, autocad - hópavinna til skiptis alla vikuna og þegar ég var ekki í skólanum var ég að sinna tengdaforeldrunum.
Þau komu sko í heimsókn, alla leið frá Íslandi (en ekki hvað). Það var ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn. Þau eru farin til Kaupmannahafnar núna og fara svo aftur heim á þriðjudaginn. Við Haukur sváfum í svefnsófanum frammi í stofu, ekkert smá þægilegt að slökkva bara á sjónvarpinu og snúa sér við og fara að sofa. Maður þurfti ekki einu sinni að standa upp.
Ég er ekki að nenna að fara í skólann á morgun. Fyrirlestur allan daginn í Arkitektonik og husbygning 1 - "svona byggir maður hús". En eftir skóla ætla ég að fara að kaupa mér skó. Ég skal setja mynd af þeim inn á síðuna ef að ég get fengið einhvern til að kenna mér það. Þeir eru geggjað flottir, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að mér ætti eftir að finnast flott. Vonandi eru þeir ennþá til, mig dreymdi nefnilega í nótt að þeir væru búnir. Það var ekki góður draumur. Mig dreymdi líka að ég væri að segja Paul McCartney að hann ætti eftir að vera í mjög frægri hljómsveit með gaur sem héti Ringo Starr. Ég skil bara ekki hvaðan öll þessi vitleysa kemur - simpelthen.
Það sem mig dreymir væri nú bara efni í heilan bókaflokk: "Draumarnir hennar Ríkeyjar, bindi I, II og III". Ég er ekki viss um að ég sjálf myndi leggja í það að lesa það.
Jæja... ætli það sé ekki komin nóg vitleysa í þetta skiptið.
Rock on,
Ríkey
Þið verðið að fyrirgefa það að ég skyldi ekki hafa bloggað fyrr, en það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér í vikunni: hópavinna - autocad, autocad - hópavinna til skiptis alla vikuna og þegar ég var ekki í skólanum var ég að sinna tengdaforeldrunum.
Þau komu sko í heimsókn, alla leið frá Íslandi (en ekki hvað). Það var ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn. Þau eru farin til Kaupmannahafnar núna og fara svo aftur heim á þriðjudaginn. Við Haukur sváfum í svefnsófanum frammi í stofu, ekkert smá þægilegt að slökkva bara á sjónvarpinu og snúa sér við og fara að sofa. Maður þurfti ekki einu sinni að standa upp.
Ég er ekki að nenna að fara í skólann á morgun. Fyrirlestur allan daginn í Arkitektonik og husbygning 1 - "svona byggir maður hús". En eftir skóla ætla ég að fara að kaupa mér skó. Ég skal setja mynd af þeim inn á síðuna ef að ég get fengið einhvern til að kenna mér það. Þeir eru geggjað flottir, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að mér ætti eftir að finnast flott. Vonandi eru þeir ennþá til, mig dreymdi nefnilega í nótt að þeir væru búnir. Það var ekki góður draumur. Mig dreymdi líka að ég væri að segja Paul McCartney að hann ætti eftir að vera í mjög frægri hljómsveit með gaur sem héti Ringo Starr. Ég skil bara ekki hvaðan öll þessi vitleysa kemur - simpelthen.
Það sem mig dreymir væri nú bara efni í heilan bókaflokk: "Draumarnir hennar Ríkeyjar, bindi I, II og III". Ég er ekki viss um að ég sjálf myndi leggja í það að lesa það.
Jæja... ætli það sé ekki komin nóg vitleysa í þetta skiptið.
Rock on,
Ríkey