Ríkey Ofurbloggari!

Lífið í Danmörku

24 apríl 2005

Farin til Hollands

Jæja gott fólk. Nú fer studietur annarinnar að skella á og að þessu sinni verður farið til Hollands, nánar tiltekið Amsterdam og Rotterdam. Ekki kannski staðirnir sem ég hefði helst viljað fara á en ég er nokkuð viss um að það verði gaman. Það er allavega fullt af spennandi arkitektúr þarna. Það verður lagt af stað á þriðjudaginn kl. korter yfir 5 í rútu.... guð minn hvað það á eftir að vera leiðinlegt. Við komum ekki á leiðarenda fyrr en um kvöldið þannig að maður er fastur í óþægilegum rútusætum í heilan dag. Ef þetta verður eitthvað eins og í Þýskalandi síðustu önn þá á maður eftir að sitja í rútunni helminginn af tímanum sem við erum þarna líka, það er nú varla að maður sé búinn að jafna sig eftir þá ferð. Rútur eru ekki leiðin til að ferðast, ekki nema maður sé að fara í fylleríisferð heima á Íslandi.
Þetta er nú eiginlega allt sem ég ætlaði að segja... ekkert annað að gerast. Hugsiði fallega til mín þegar ég er að þjást næstu 9 daga.
Bæ í bili
Rútey

14 apríl 2005

Páskegg

Eins og svo margir aðrir fengum við send páskaegg um páskana og var eitt þeirra frá Bónus. Góa sér s.s. Bónus fyrir páskaeggjum og eins og venjulega fylgdi "málsháttur" með. Hann hljóðaði svona: Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - það mættu allar. Ég gjörsamlega hló mig máttlausa... þetta er ekki málsháttur! Þetta er ekki einu sinni brandari! Hvað er málið? Er "Barnið vex en brókin ekki" of hallærislegt eða hvað?

Mér finnst frábært hvað ég á marga góða vini sem lesa bloggið mitt. Það kvittuðu nokkrir fyrir sig sem ég vissi ekki að kíktu við. Ég hef nefnilega oft velt því fyrir mér hverjir viti eiginlega af síðunni minni og hverjir lesi þetta bull mitt reglulega.

Það er búið að vera hálfleiðinlegt veður hérna undanfarið - I was wrong... rigningin er ekki hressandi! Hún er bara köld og blaut. Mér finnst ekki rigningin góð.
En vonandi breytist það á næstu dögum. Það er nú allt farið að verða sumarlegra.

Ég er að taka Emilíönu Torrini flipp núna. Ég fór inn á tónlist.is og er að hlusta á flest það sem ég finn með henni. Á einhver nýjasta diskinn með henni? Ég hef heyrt að hann sé mjög góður. Dönsk vinkona hans pabba elskar hann allavega.

Heyriði, ég er farin, ekki til að borða í þetta skiptið samt.
Bæjó, Ríkey

04 apríl 2005

hmmmm.....

Mér skilst að það sé kominn tími til að ég fari að blogga eitthvað á þessa síðu mína. Hvað það verður veit nú enginn, allavega ekki ég. Ég er voðalega tóm eitthvað núna. Ég hef hins vegar kíkt hingað inn annað slagið og hef orðið vör við það að teljarinn minn hækkar frekar hratt.... hmmm.... hver ætli það sé sem að er alltaf að kíkja við? Ætli ég eigi mér leyndan aðdáanda sem bara verður að athuga 20 sinnum á dag hvort ég hafi bloggað? eða á ég bara svona marga góða vini sem kíkja við reglulega? Ég vona að það sé það síðarnefnda. Þetta með aðdáandann er svolítið krípí...
Ég vil því hvetja alla sem kíkja við á næstu dögum til að skilja eftir komment. Það þarf nú ekki að vera neitt merkilegt sko... kannski bara "mætt" eða "mættur" svona eins og í grunnskóla eða eitthvað álíka. Annars er alltaf gaman þegar fólk skilur eftir einhver skilaboð sko. Það lífgar upp á tilveruna :D

Hafiði heyrt nýja Eurovisionlagið? Hvernig finnst ykkur það? Ég var að hlusta á það áðan sko. Mér finnst það fínt sko, kannski ögn monotón eða svona þið vitið, svona eins í gegnum allt lagið pínu. Ég er reyndar mjög sátt við að senda Selmu aftur út, ég vona að hún standi sig jafn vel núna, ég missti sko af henni síðast. Af öllum keppnum til að missa af sko!!!

GO SELMA!

Það er komið sumar heima hjá mér. Það er sól úti og rosa gott veður búið að vera síðustu daga. Mér skilst reyndar að það eigi að koma einhver rigning í vikunni en það er bara hressandi. Það er líka búið að skipta yfir í sumartíma þannig að núna er tveggja tíma munur á Íslandi og Danmörku, bara svo þið vitið það ef þið ætlið að hringja eða eitthvað.

Ég er svöng, ég ætla að fara að fá mér að borða.

Ríkey