Farin til Hollands
Jæja gott fólk. Nú fer studietur annarinnar að skella á og að þessu sinni verður farið til Hollands, nánar tiltekið Amsterdam og Rotterdam. Ekki kannski staðirnir sem ég hefði helst viljað fara á en ég er nokkuð viss um að það verði gaman. Það er allavega fullt af spennandi arkitektúr þarna. Það verður lagt af stað á þriðjudaginn kl. korter yfir 5 í rútu.... guð minn hvað það á eftir að vera leiðinlegt. Við komum ekki á leiðarenda fyrr en um kvöldið þannig að maður er fastur í óþægilegum rútusætum í heilan dag. Ef þetta verður eitthvað eins og í Þýskalandi síðustu önn þá á maður eftir að sitja í rútunni helminginn af tímanum sem við erum þarna líka, það er nú varla að maður sé búinn að jafna sig eftir þá ferð. Rútur eru ekki leiðin til að ferðast, ekki nema maður sé að fara í fylleríisferð heima á Íslandi.
Þetta er nú eiginlega allt sem ég ætlaði að segja... ekkert annað að gerast. Hugsiði fallega til mín þegar ég er að þjást næstu 9 daga.
Bæ í bili
Rútey
Þetta er nú eiginlega allt sem ég ætlaði að segja... ekkert annað að gerast. Hugsiði fallega til mín þegar ég er að þjást næstu 9 daga.
Bæ í bili
Rútey